Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Blaðsíða 11
Adrepur
ef gagnrýnandi sem væri að skrifa um sýningu ákveðins landslagsmálara eyddi
mestu rými í að fjalla um kosti og galla kolateikninga!) Hlutur leikstjórans í
leiksýningunni er val á túlkunarleið og aðferð til að fá allt sem hlut á að sýn-
ingunni til að hjálpast að við að skila henni. Leikara, leikmynd, leikmynda-
gerðarmenn, ljósatæknimenn o. s. frv. Hvernig er túlkun leikara samkvæmt val-
inni túlkunarleið? Hvað gerir hann í persónusköpun núna? Hvernig var hann í
síðasta verkefni? Er um þróun að ræða eða stöðnun?
Vinsæl lýsing á leikmynd er: „í anda verksins". Hvernig er hún í anda verks-
ins, er hún raunsæ, táknræn, hvernig er litanotkun? Hver er andi verksins?
Áttum við að finna hann í lýsingu gagnrýnandans á efni leikritsins?
Leiksýning er ekkert smá fyrirtæki. Við Þjóðleikhúsið starfa að jafnaði mörg
hundruð starfsmenn og meðal kostnaður við hverja uppsetningu skiptir mill-
jónum. Það er lítilsvirðing við þetta fólk að fjalla af vanþekkingu um störf
þess.
Nýliða er spreyta sig í fyrsta sinn er oft ekki einu sinni getið frekar en þeir
hefðu ekki birst á sviðinu og mikillar tilhneigingar gætir hjá gagnrýnendum
til að fjalla lítið um minni hlutverk, seinna aðeins aðalleikurunum. í leikhúsinu
er slík afstaða löngu fyrir bí.
Umsagnir um leiksýningar nemendaleikhúss. Nemendur sem stundað hafa
nám í leiklistarskóla allan daginn á fjórða ár fá engar umsagnir sem einstakl-
ingar í fyrsta sinn er þeir mæta áhorfendum og gagnrýnendum.
En um hvað fjaliar gagnrýnin þá fyrst hún svarar ekki fyrrnefndum spurn-
ingum? Jú, þar er rakinn efnisþráður leikritsins, sem er þó bara hráefni sem
höfundurinn hefur tekið og mótað í ákveðið form, og inn í þessa lýsingu á
efninu blandast persónuleg afstaða gagnrýnandans til efnisins, hvort hann er
með eða á móti skólakerfinu, hvernig kennslukonur eiga að líta út, hvaða af-
stöðu hann hefur til útivinnandi kvenna eða húsmóðurstarfsins, afstaða hans
til róttækrar listar yfirleitt o. s. frv. og vangaveltur út frá efninu og eru því þá
lítil takmörk sett hvert hann kemst. Óneitanlega minnir þetta á myndlistar-
gagnrýnanda er verði mestum hluta umsagnar sinnar í bollaleggingar um léreftið
og afstöðu sína til hinna ýmsu gerða þess og efnasamsetningu lita.
Það eitt að þenja endursögn á efnisþræði og persónulegar vangaveltur út frá
efninu yfir 40—80% umsagnarinnar vekur grun um að gagnrýnandinn vilji
skýla sér og komast hjá því að fjalla um sjálfa sýninguna. Flestir geta rakið
söguþráð, einkum ef engin krafa er gerð um samþjöppun efnis. Þessi þáttur
rýninnar minnir helst á þá áráttu sjónvarpsins að mata áhorfendur fyrirfram
á efni kvikmynda. Persónulega afstöðu dómarans til efnisins er ástæðulaust
að breiða yfir marga dálksentimetra, eftir nokkurra mánaða að ekki sé nú talað
um nokkurra ára lestur á rýni einstakra manna, kemur fátt í persónulegri af-
stöðu þeirra á óvart.
121