Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 12
Tímarit Máls og menningar Umræður miili gagnrýnenda og leikhúsmanna hafa verið litlar og ekki er ósennilegt að gagnkvæmir fordómar hafi litað þá umræðu. Mörgum áhorfend- um finnst sem mikillar leikhúsþreytu gæti hjá gagnrýnendum. Lesendur leik- húsgagnrýninnar eiga kröfu á að gagnrýnandinn gangi til hverrar leiksýningar heilshugar og með ferska sýn, rétt eins og leikarinn sem þarf í hvert skipti sem hann tekst á við nýtt hlutverk að afklæðast því gamla en nýta um leið alla fengna reynslu. Þá fyrst gæfist gagnrýnandanum tækifæri til að skynja eitt- hvað sem er nýtt og öðruvísi og meta það á hlutlægan hátt. Þannig yrði hann fær um að skynja spírur nýrra vaxtarbrodda þegar þær skjóta upp kollinum. Með slíkri athugun og næmi myndu þeir með uppörvandi og/eða gagnrýnandi skrifum sínum í þágu íslenskrar leiklistar stuðla að þróun hennar. Þannig yrðu gagnrýnendur loks virkir þátttakendur í þróun leiklistarinnar í landinu. Helga Hjörvar. Hvað nú? í síðasta ádrepupistli var dregin upp mynd þeirra afleiðinga sem pólitísk stríðs- yfirlýsing ríkisstjórnarinnar á hendur verkalýðshreyfingunni kynni að hafa í för með sér. Þótt uppgjöf ríkisstjórnarinnar hafi enn ekki verið undirrituð þá er það ljóst að undanhald hennar er hafið og flótti brostinn í liðið. í fyrr- nefndum pistli var velt vöngum yfir því hver yrði hinn pólitíski eftirleikur sigursins í stéttaátökunum. Fáa mun hafa rennt í grun að sá eftirleikur yrði jafn kynngimagnaður og svo ótvíræður sem úrslit byggðakosninganna bera vitni um. Sagt hefur verið að byggðakosningarnar 28. maí s.l. eigi aðeins tvær hlið- stæður á þessari öld, slíkt sé pólitískt umfang þeirra. Þar ber að sjálfsögðu hæst fall borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins í höfuðstað landsins, þótt fylgishrun borgaraflokkanna um land allt hafi verið tilfinnanlegt. Við blasir sú staðreynd að vinstri flokkunum svokölluðu hefur verið falið að stjórna Reykjavíkurborg næsta kjörtímabil. Það er sá pólitíski eftirleikur sem ef til vill skiptir mestu máli. Sú spurning er áleitin, hvað vinstri flokkarnir ætli að gera við sinn meiri- hluta — annað en bara að stjórna borginni vel, sem er þeirra megin og aðal skylda. Með lýsingarorðinu vel er átt við að fjármunum almennings í vörslu borgarinnar verði ekki bruðlað eða sólundað í einhver hreysti-minnismerki og flottræfilshátt, heldur aðeins í þágu íbúanna og að vel yfirlögðu ráði. í annan stað þýðir vel að hæfni megi ætíð verða leiðarljós í sambandi við skipanir í Framhald á hls. 223. 122
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.