Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 14
Sveinn Skorri Höskuldsson
Með barnsins trygga hjarta ...
Nokkrar bugleiðingar um bókmenntalega stöðu Jóhannesar úr Kötlum*
Með lífsins eld á arni sinna drauma,
með tröllatrú á andans sókn og sigur,
með barnsins trygga hjarta í heitum barmi,
þeir vaka, leita, — vinna dag og nótt.
Þeir leita um allt að vegum nýrrar vizku,
að auknum krafti, meira, meira ljósi.
Þessar Ijóðlínur Jóhannesar úr Kötlum, upphafsljóðlínur kvæðisins „Heil-
agt stríð“, eru á marga lund einkennandi fyrir hann sem skáld. Þær eru
bornar uppi af flugi mælskulistarmannsins og bragklið hins haga rím-
snillings. Merking þeirra er einföld og auðskilin. Inntak þeirra er bjartsýn
trú á möguleika mannsins til fegurra og betra lífs. Minni þeirra hljóma
aftur og aftur í öllu höfundarverki Jóhannesar sem síendurtekin stef: líf,
eldur, draumar, trú, sókn, sigur, vaka, leit, viska, vinna, kraftur, ljós, en
kannski ofar öðru óbrigðul trú Jóhannesar á falslausan hug, á einlæga
hugsun og ótvílráðar tilfinningar: barnsins trygga hjarta í heitum barmi.
Hugtakið bókmenntaleg staða er í senn vítt og margrætt og það má
nálgast frá mörgum hliðum. Um það verður vart rætt án þess að minnast
á höfundareinkenni Jóhannesar eins og Ijóðform hans og hugmyndalegt inn-
tak verka hans, er birtist jafnt í náttúrudýrkun og ættjarðarást hans sem
pólitískum ádeilu- og hvatningarljóðum hans.
Staða Jóhannesar úr Kötlum í íslenskum bókmenntum markast af þeim
tíma er hann starfaði sem skáld, viðbrögðum hans við breytiþróun þess
tíma og þess umhverfis, sem hann lifði í, og hæfileika hans til að ummynda
* Grein þessi er að stofni erindi, sem flutt var í Ríkisútvarpið 12. maí 1974. Allar
tilvitnanir í kvæði Jóhannesar eru teknar úr frumútgáfum ljóðabóka hans.
124