Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 17
Með barnsins trygga hjarta ... Hér kemur skýrt fram viðhorf orðlistar- og mælskulistarmannsins Jó- hannesar. Tungan bregður ljósi yfir tregðu hugans, segir hann, og honum leikur íslenskt mál fágætlega á vörum. Einn meginstyrkur Jóhannesar sem skálds á öllum ferli hans var fólg- inn í því hversu fullkomlega hann hafði málið sjálft — í senn vinnutæki og efnivið skáldsins — á valdi sínu. Mál hans bar keim frá öllum öldum íslenskra bókmennta. Mál dróttkvæða og Eddu, mál þjóðvísna og þulu féll hjá honum í einn streng með tungutaki aldamótafólksins í Dölum og máli Reykjavíkurbúa á 20. öld. Hagyrska Jóhannesar samfara flaumþungri mælsku, sem kom strax fram í fyrstu bók hans, þótt hún birtist skýrar síðar, má helst minna á séra Matthías og vitandi eða óvitandi hefur skáldið unga fundið til skyldleika við skáldklerkinn þegar það í næsm bók sinni, Alftimar kvaka, yrkir um Matthías: Þjóðar gestur máttar-mestur mönduð hvesti tóns, — hátta-flestur, hjarta-bestur, höfuðpresmr Fróns. Þungum móði þrumu-ljóðin þeytm glóð í sál. — Kyngi hlóð um Krist og Oðinn kraptsins fróða mál. Það var ekki aðeins kraftur málsins og orðkynngi, sem skírskotaði til hans hjá séra Matthíasi. Hann var líka hjarta-bestur. Þann eiginleika hygg ég að Jóhannes hafi metið mest fyrst og síðast og ávallt í lífi sínu og list. Atthagar Jóhannesar í Dölum og saga þeirra skipa mikið rúm í ljóðum fyrstu bókar hans. Hann yrkir um Melkorku, víg Kjartans, bros Guðrúnar og Grettisbæli en einnig um þjóðsagnaefni af þessum slóðum, eins og „Alf- ana í Tungustapa". Náttúruunaður Jóhannesar og lotning hans fyrir lífi og vexti kemur vel fram þegar í þessari fyrstu bók. Þessi kennd hans nálgast tíðum trúarlega tilbeiðslu. Það má líka vekja athygli í Bí hí og blaka í þeim kvæðum, sem Jóhannes yrkir um persónulegar tilfinningar sínar og lífsviðhorf, hve trúar- kennd setur á þau sterkan svip. Að þeim þætti í ljóðum hans verður aftur vikið. Eins og áður sagði bera kvæðin í Bi bí og blaka þess glöggt vitni hversu 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.