Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 17
Með barnsins trygga hjarta ...
Hér kemur skýrt fram viðhorf orðlistar- og mælskulistarmannsins Jó-
hannesar. Tungan bregður ljósi yfir tregðu hugans, segir hann, og honum
leikur íslenskt mál fágætlega á vörum.
Einn meginstyrkur Jóhannesar sem skálds á öllum ferli hans var fólg-
inn í því hversu fullkomlega hann hafði málið sjálft — í senn vinnutæki
og efnivið skáldsins — á valdi sínu. Mál hans bar keim frá öllum öldum
íslenskra bókmennta. Mál dróttkvæða og Eddu, mál þjóðvísna og þulu féll
hjá honum í einn streng með tungutaki aldamótafólksins í Dölum og máli
Reykjavíkurbúa á 20. öld.
Hagyrska Jóhannesar samfara flaumþungri mælsku, sem kom strax fram
í fyrstu bók hans, þótt hún birtist skýrar síðar, má helst minna á séra
Matthías og vitandi eða óvitandi hefur skáldið unga fundið til skyldleika
við skáldklerkinn þegar það í næsm bók sinni, Alftimar kvaka, yrkir um
Matthías:
Þjóðar gestur máttar-mestur
mönduð hvesti tóns, —
hátta-flestur, hjarta-bestur,
höfuðpresmr Fróns.
Þungum móði þrumu-ljóðin
þeytm glóð í sál. —
Kyngi hlóð um Krist og Oðinn
kraptsins fróða mál.
Það var ekki aðeins kraftur málsins og orðkynngi, sem skírskotaði til
hans hjá séra Matthíasi. Hann var líka hjarta-bestur. Þann eiginleika hygg
ég að Jóhannes hafi metið mest fyrst og síðast og ávallt í lífi sínu og list.
Atthagar Jóhannesar í Dölum og saga þeirra skipa mikið rúm í ljóðum
fyrstu bókar hans. Hann yrkir um Melkorku, víg Kjartans, bros Guðrúnar
og Grettisbæli en einnig um þjóðsagnaefni af þessum slóðum, eins og „Alf-
ana í Tungustapa".
Náttúruunaður Jóhannesar og lotning hans fyrir lífi og vexti kemur vel
fram þegar í þessari fyrstu bók. Þessi kennd hans nálgast tíðum trúarlega
tilbeiðslu. Það má líka vekja athygli í Bí hí og blaka í þeim kvæðum, sem
Jóhannes yrkir um persónulegar tilfinningar sínar og lífsviðhorf, hve trúar-
kennd setur á þau sterkan svip. Að þeim þætti í ljóðum hans verður aftur
vikið.
Eins og áður sagði bera kvæðin í Bi bí og blaka þess glöggt vitni hversu
127