Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 19
Með barnsins trygga hjarta...
Því hefir góður guð
gefið oss þessa sveit,
að vér hér gætum gert
gróðrinum vígðan reit.
— Onumin auðsins lönd
alstaðar blasa við;
opnast hér goðumglæst
gullnemans víðu svið.
Hvort sem eg æskuóð
yrki, af sannri hvöt,
eða eg yrki vel
ógróinn moldarflöt,
fossar í funheitt blóð
fagnaðarkendin sterk. —
Göfgasta gleði í sál
gefur mér — unnið verk.
Næsta ljóðabók Jóhannesar, Álftimar kvaka, ber um margt sama megin-
svip og Bí bí og blaka. Þar eru kvæði sem einkennast af náttúruunaði og
lífsfögnuði í stíl þeirra Stefáns og Davíðs.
Mikilvægasta breytingin er sú að hér ber mun meira á heimspekilegum
eða lífsskoðanalegum kvæðum og sem heild bera Ijóðin þyngri svip en
kvæði fyrstu bókarinnar bæði um kveðskapareinkenni og inntak. Hér eru
nokkur kvæði í hinum breiða, línulanga stíl Einars Benediktssonar og mál-
blær þeirra og hugsun sverja sig einnig ótvírætt í þá ættina. Sem dæmi
slíkra kvæða skulu tekin upphafs- og lokaerindið úr kvæðinu „Jónsmessu-
nótt“:
Hér opnast mér ríki hins íslenska máttar,
og yfir mér hvelfist nú blásalur fagur. —
Hér uppfyllist þráin frá eilífðar dögum,
sem ýmsum var helgust: að nótt yrði dagur.
Hér f iarlægist nöldur þess kotunga-kyns,
sem kafaði moldina og gróf þar sitt bú. —
Hér rætist nú draumur hins árborna aðals,
sem andaði og hrærðist í ljóssins trú.
/---------/
9 XMM
129