Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 21
Með barnsins trygga hjarta ... Þótt Jóhannes úr Kötlum komi þannig fram í tveimur fyrsm Ijóðabók- um sínum sem arfþegi íslenskrar ljóðhefðar og eldri skálda og formlegar og hugmyndalegar nýjungar hans orki ekki sérlega frumlegar á nútíma lesanda þegar jafnframt er litið til þeirra skálda, er fram höfðu komið næstu árin á undan honum, birtir hann samt þegar í þessum bókum ýmis höfundareinkenni, sem entust honum ævina út. Af formlegum einkennum virðist mér bera hæst þann óm af strengleik þjóðvísna, er sum ljóð hans geyma, en minni þjóðsagna og þjóðvísna svo og form þeirra notaði hann í kvæðum sínum á öllum skeiðum höfundar- ferils síns og með æ meiri listrænni fullkomnun. Af hugmyndalegum og efnislegum einkennum nefni ég fremst náttúrukennd hans og djúpa lotn- ingu fyrir öllu lífi sem, er á leið, var oft samslungin þeirri ríku trúartil- finningu, er fyrstu bækurnar bera vitni um. Um þessi einkenni fyrstu bóka sinna sagði Jóhannes sjálfur í merku viðtali við Einar Braga skáld í Birt- ingi 1957: — Móðir mín var einlæg trúkona og guð var sjálfsagður hátíðagestur þarna í heiðinni, enda örðugt að aðgreina skáldagrillur og trúargrillur. Ég reis þó snemma gegn biblíubókstaf og kreddum. Þegar ég var að alast upp gekk ungmennafélagshreyfingin yfir landið og hafði mjög vekjandi áhrif á hugi æskulýðsins. Hún var öllu líkari hlýjum hressandi vorblæ en snögg- um gusti: rómantísk sveitalífsstefna, komin frá Norðurlöndum, með glað- væra bjartsýni, trú á landið og félagslegar framfarir, gróandi þjóðlíf í skjóli friðsællar náttúru. /------/ í fyrstu bókum mínum blandast þessvegna náttúrudýrkun guðstrú og ungmennafélagsanda jafn eðlilega og efnasam- böndin í loftinu sem við öndum að okkur. Nú fór þó brátt önnur tíð í hönd og Jóhannes úr Kötlum daufheyrðist sjaldan lengi við tímans kalli, heldur endurómaði list hans löngum þær breytingar, sem viðhorf nýrra tíma höfðu í för með sér. Þórbergur Þórðarson sendi frá sér Bréf til Láru 1924 þar sem hann með skínandi rödd spámannsins dró fyrir dóm ríkjandi samfélagsöfl og fulltrúa þeirra og boðaði mönnum jafnaðarmennsku og sósíalisma. Sama árið og Alftimar kvaka kom út, 1929, sendi Halldór Laxness frá sér Alþýðubók- ina, sem að því er tók til þjóðfélagsskoðana og umræðu um vandamál á vettvangi dagsins var innblásin af sósíalískum og marxískum hugmyndum. Þetta voru fyrstu teikn nýrra tíma í íslenskum bókmenntum, þess tíma- 131
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.