Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 27
Með barnsins trygga hjarta ...
Þótt Jóhannesi fyndist sem stríðsgróðinn hefði um sinn kippt brott for-
sendum félagslegs baráttukveðskapar urðu ekki straumhvörf á ferli hans
að því leyti að hann teldi ekki félagsleg og pólitísk viðfangsefni og vanda-
mál eftir sem áður viðfangsefni skálda í sköpun bókmennta. Hann segir
enda í áður nefndu viðtali við Einar Braga:
Fyrst af öllu mundi ég segja við ungu skáldin á Islandi núna: þið eigið að
skapa nýja sveiflu í menningarlíf þjóðarinnar, þið eigið að húðfletta spill-
inguna, þið eigið að húðstrýkja þjóðina fyrir hermang hennar og stríðsgróða-
brask, værugirni hennar og sljóleika, þið eigið að gegnumlýsa þetta svindl-
araþjóðfélag sem við búum nú við: efnahagskerfið, skólakerfið, verkalýðs-
hreyfinguna, íþróttirnar, skemmtanalífið — allt sem heiti hefur. Hvað eruð
þið að gráta yfir andlegri kúgun austantjalds og nenna svo ekki að rífa kjaft
í öllu ritfrelsinu hér vestra? Þið um það hvar og hvernig þið yrkið ljóð eða
skrifið sögu, en látið ykkur ekki detta í hug að aðgreina listina frá lífinu,
frá fólkinu, frá tímanum — já, frá stjórnmálunum og heimsmálunum eins
og þau leggja sig. Oil okkar lífsfyrirbæri eru meira og minna háð pólitískri
valdbeitingu og það er frumskylda listamanna, vísindamanna og annarra
menntamanna að vaka yfir því að stjórnmálamennirnir geri ekki ríkisvaldið
að félagslegu viðundri og miskunnarlausri gaddasvipu.
Þær tvær Ijóðabækur Jóhannesar, sem komu út fyrst eftir heimsstyrjöld-
ina síðari, eru og skýlaus vitnisburður um það hvernig þessi ættjarðarvinur
og sósíalisti brást við tveimur pólitískum, sögulegum atburðum þótt með
ólíkum hætti væri.
Islendingar gengu í Atlantshafsbandalagið 1949 og 1951 settist banda-
rískt herlið að á Keflavíkurflugvelli, skv. samningi við ríkisstjórn Islands.
Arið 1952 gaf Jóhannes út Sóleyjarkvœði þar sem hann undir tónfalli
þjóðvísu og þulu og með tilvísunum til ævintýra og þjóðarsögu lætur svipu
ljóðsins húðstrýkja þau pólitísk öfl á Islandi, er hann taldi hafa svikið líf
þjóðar sinnar.
Þrátt fyrir heilaga reiði þessa kvæðis og myrkt sögusvið þess lýkur því
þó í ögrandi spurn og von:
Hermdu mér Þjóðunn Þjóðansdóttir,
vísust af völum:
ætlarðu að lifa alla tíð
ambátt í feigðarsölum
á blóðkrónum einum
og betlidölum?
137