Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 29
Með barnsins trygga hjarta ...
Sem halda í ofstopa sínum
Að lífið verði sigrað með vopnum
Að heilar þjóðir verði keyptar upp
Fyrir blóðugan ránseyri
Samt á friðurinn heima í þessu landi
Hann angar hérna í moldinni
Hann grær hér í korni og blómi
Og svífur yfir skyggðum vötnunum
Hann slær hér í mannshjartanu
Og ljómar í auga barnsins
Hér verður ekkert sigrað með vopnum
Hér er enginn maður til sölu
Við skulum nú staldra andartak við helstu kennileiti í Ijóðþróun áranna
milli 1930 og 50.
Hinn forni lærisveinn Jóhannesar úr Kötlum, Steinn Steinarr, hafði 1934
gefið út fyrstu ljóðabók sína, Rauður loginn brann, sem sór sig eindregið
í ætt hinna róttæku ádeilu- og baráttukvæða, en strax í annarri kvæðabók
Steins, Ljóðum, 1937, var hann horfinn til heimspekilegri og persónulegri
vandamála og það sem mestu varðaði: drjúgur hluti kvæða þessarar bókar
var í frjálsu formi.
Þær tilraunir til formbreytinga í ljóðagerð, sem gerðar höfðu verið til
þessa, t. a. m. á árunum upp úr 1920, höfðu ekki náð verulegri hylli að
því er best verður séð, hvorki meðal lesenda né í hópi skáldanna sjálfra.
Nú var hins vegar smndin komin. Segja má að ljóð flestra ungra skálda,
er fram komu eftir 1940, hafi einkennst af hinum margvíslegusm tilraun-
um og breytingum á sjálfu Ijóðforminu.
Á fyrsm ámnum eftir heimsstyrjöldina síðari varð nokkurt hlé á útgáfu
Ijóðabóka frá hendi Jóhannesar. Hann sneri sér að skáldsagnarimn og gaf
út þríleikinn Dauðsmannsey, Siglinguna miklu og Frelsisálfuna á ámnum
1949—51.
Árið 1945 tóku hins vegar að birtast í Tímariti Máls og mennmgar
kvæði undir nafni Anonymusar, og þegar SjöcLegra kom út 1955 varð Ijóst
að höfundur Anonymusar-kvæðanna var Jóhannes úr Kötlum.
139