Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 34
Tímarit Máls og menningar
þjóðfélagsleg yrkisefni fara að segja til sín fyrir alvöru, enda segir hann
í upphafsljóði þeirrar bókar:
Eg orti áður fyrri
um ástir, vor og blóm.
En nú er harpan hörðnuð
og hefur skipt um róm.
Þó verður að geta þess að í Álftimar kvaka (1929) eru tvö Ijóð sem
boða það sem koma skyldi. Þau heita Gamla sagan og Ef ég segði þér allt.
Þau eru bæði af trúarlegum toga, en fjalla um aðstöðumun ríkra og
fátækra. Orðaval eins og „hreysi öreiganna" og „auðvaldsins örn“ talar
sínu máli.
Hin harðnaða harpa í Ég lœt sem ég sofi syngur um erfiðismanninn,
um kjör hans og kúgun, von hans og vonbrigði, og um nauðsyn barátt-
unnar fyrir réttlátara þjóðskipulagi. Heimskreppa auðvaldsheimsins mark-
ar þessum tíma svipmót, stéttaátökin fara harðnandi, einnig á íslandi.
Þegar harðast sverfur að knýja aðstæðurnar verkafólkið til að finna sam-
takamátt sinn. I aðför kreppunnar hafa hin flokkspólitísku samtök jafn-
aðarmanna klofnað, og Jóhannes skipar sér í sveit hinna róttækusm afla
sem boða byltingu og stofnun nýs ríkis með valdatöku verkalýðsstéttanna.
I þrengingum þessara tíma birtist jafnframt bjargföst trú á lokasigur fólks-
ins, og þeirri trú eru baráttuljóðin í Ég lcet sem ég sofi og Samt mun ég
vaka (1935) helguð. Með allmikilli einföldun má segja að þjóðfélagsleg
ljóð þessara bóka skiptist í tvo meginflokka. Annars vegar eru sögur ein-
staklinga sem spegla kjör stétta sinna. Lesandinn dregur ályktun af þeirri
speglun, og þannig á hinn pólitíski boðskapur að komast til skila. Hér
má nefna kvæðin Karl faðir minn og Atvinnulaus þar sem annars vegar
er fjallað um basl kotbóndans og hins vegar um böl atvinnuleysisins í
heimi verkamannsins á krepputímum. Og svo eru bein brýningarljóð, oft
borin fram af upphafinni mælsku og hiklausri sigurvissu. Af þessu tagi
eru ljóðin Fyrsti maí og Morgunsöngur. I þeim báðum er barátta fólksins
tengd öflum sjálfrar náttúrunnar. Rauðir fánar blakta í mjúkum morgun-
blænum og vorið kallar fólkið til starfs og stórra dáða:
Og gusuniklir öreigar ganga
um götuna, ryki þakta.
Þeir ryðjast sem rennandi móða,
— en rauðir fánarnir blakta.
144