Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 35
Vort er rtkið Nú titrar í hnúum og hnefum, nú hrærist í kúgaðri stétt hin eina allsherjarkrafa, að alþýðan hljóti sinn rétt. Og með beljandi ám og lækjum vorleysinganna fossar byltingin um byggð- ir landsins. Ljóðið Opið bréf í Eg lœt sem ég sofi má skoða sem eins konar persónu- legt uppgjör skáldsins við kristna trú, eða kannski öllu heldur við kristin- dóm kirkjunnar. I fyrri bókum Jóhannesar gætir allvíða trúarlegra áhrifa, en nú er sú spurning lögð fyrir hinn alvitra, algóða og eilífa guð kirkj- unnar hvort það sé hann sem valdi böli mannlífsins. Skáldið kveðst ekki geta skilið „almætti og algæzku“ hans, en snýr trú sinni í staðinn til þess unga og ókunna guðs sem enn er ekki skapaður né kominn til almættis, og bíður eftir frelsi hans. Sá guð er sannarlega ekki guð kirkjunnar, heldur býr hann „í draumum þess lýðs, sem varð hungurmorða“. En þótt hin beinu baráttukvæði þessara tveggja ljóðabóka séu full af trausti á lokasigurinn, þá koma þó fyrir önnur ljóð þar sem kveður við efasamari tón. I ljóðinu Frelsi vaknar þessi kvíðafulla spurning, hvort bjartsýnin sé einungis óskhyggja og skáldagrillur: Hvort vakir þú? Hvað viltu, íslenzk þjóð? Er von mín aðeins hilling, draumur, ljóð, að sjá þig stefna heila á sigurhæð, er hvolfist yfir næsta syndaflóð? Og í næsta erindi: Og er það aðeins hugans svikul sýn, að sjá hinn prúða, glaða vinnulýð í sveit, á firði fagna nýrri tíð og finna loks, hve mannsins skylda er brýn? Og þótt Ijóðið Sovét-ísland virðist hafa vakið meiri hroll í hugum sumra íhaldssamra lesenda en önnur kvæði, þá birtist þar raunar efablandinn óþreyja: Sovét-ísland, óskalandið, — hvenær kemur þú? ÍOTMSI 145
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.