Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 35
Vort er rtkið
Nú titrar í hnúum og hnefum,
nú hrærist í kúgaðri stétt
hin eina allsherjarkrafa,
að alþýðan hljóti sinn rétt.
Og með beljandi ám og lækjum vorleysinganna fossar byltingin um byggð-
ir landsins.
Ljóðið Opið bréf í Eg lœt sem ég sofi má skoða sem eins konar persónu-
legt uppgjör skáldsins við kristna trú, eða kannski öllu heldur við kristin-
dóm kirkjunnar. I fyrri bókum Jóhannesar gætir allvíða trúarlegra áhrifa,
en nú er sú spurning lögð fyrir hinn alvitra, algóða og eilífa guð kirkj-
unnar hvort það sé hann sem valdi böli mannlífsins. Skáldið kveðst ekki
geta skilið „almætti og algæzku“ hans, en snýr trú sinni í staðinn til þess
unga og ókunna guðs sem enn er ekki skapaður né kominn til almættis,
og bíður eftir frelsi hans. Sá guð er sannarlega ekki guð kirkjunnar, heldur
býr hann „í draumum þess lýðs, sem varð hungurmorða“.
En þótt hin beinu baráttukvæði þessara tveggja ljóðabóka séu full af
trausti á lokasigurinn, þá koma þó fyrir önnur ljóð þar sem kveður við
efasamari tón. I ljóðinu Frelsi vaknar þessi kvíðafulla spurning, hvort
bjartsýnin sé einungis óskhyggja og skáldagrillur:
Hvort vakir þú? Hvað viltu, íslenzk þjóð?
Er von mín aðeins hilling, draumur, ljóð,
að sjá þig stefna heila á sigurhæð,
er hvolfist yfir næsta syndaflóð?
Og í næsta erindi:
Og er það aðeins hugans svikul sýn,
að sjá hinn prúða, glaða vinnulýð
í sveit, á firði fagna nýrri tíð
og finna loks, hve mannsins skylda er brýn?
Og þótt Ijóðið Sovét-ísland virðist hafa vakið meiri hroll í hugum sumra
íhaldssamra lesenda en önnur kvæði, þá birtist þar raunar efablandinn
óþreyja:
Sovét-ísland,
óskalandið,
— hvenær kemur þú?
ÍOTMSI 145