Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 39
V ort er ríkið
konar óhallkvæmar efnahagsráðstafanir, beygt vilja allra atvinnurekenda.
An vinnandi fólks verður ekkert gert. En til þess verður verkalýðshreyf-
ingin að vera samtaka. Sundruð verkalýðshreyfing er vitanlega einskis
megnug.
4
Á styrjaldarárunum 1939—1945 komu út þrjár ljóðabækur eftir Jóhannes
úr Kötlum: Hart er í heimi (1939), Eilífðar smáblóm (1940) og Sól tér
sortna (1945). Fram að þessum bókum höfðu yrkisefni Jóhannesar svo til
eingöngu verið af íslenskum toga. Ljóðið um Félaga Dimitroff í Samt mun
ég vaka er ort af tilefni þinghússbrunans í Berlín, en það er undantekning.
En í áðurtöldu bókunum þremur tekur nú að bera allmikið á erlendum
yrkisefnum í baráttuljóðum. Það er vitaskuld ekki nema eðlilegt. I hinum
stóra heimi hafði æðimargt gerst er hlaut að verða sósíalistísku skáldi um-
hugsunarefni. Fasismi hafði breiðst út um Evrópu með æðivafasamri valda-
töku í Þýskalandi og Italíu og í blóðugri borgarastyrjöld á Spáni. Heims-
styrjöldin skall á með öllum sínum hörmungum, og í því gerningaveðri
miðju réðust þjóðverjar á Sovétríkin. Oll veröldin lék á reiðiskjálfi og
blasti þar að auki við Islandi í miklu meiri nálægð en fyrr, enda landið
hernumið og raunar ekki enn séð fyrir endann á því þótt vonandi verði
þess ekki langt að bíða úr þessu. Og utan úr heimi kveða við áleitnar
raddir sem heimta liðsinni á örlagastund. Spánn kallar, sonur Spánar „blæs
í blóðugt horn“ til að hrópa til sín
þann hetjulýð, sem reiðubúinn er
að láta lífið fyrir frelsi og rétt
hins fátækasta manns á jörðu hér.
Ríkið í miðið, hin mikla kínverska þjóð, stendur andspænis japanskri
árás, en með samstilltu átaki fjöldans undir sigurfána öreigans mun þeirri
árás hrundið. I háðsku og nöpru kvæði er sagt frá hernaði Mússólínis í
Eþíópíu þar sem ítalskir hermenn skjóta menningunni „úr sannfærandi
vélbyssum" til „að ná til hjartans í þeim svörtu sauðum“, og meðan svört
Iíkin hvítna í „frelsisgeislum dagsins“ þá klappar Mússólíní sjálfum sér
á kollinn „og kinkaði’ onum svo til guðs — og Þjóðabandalagsins“. Vörnin
við Stalíngrad er lofsungin af aðdáun þess manns sem trúir að í henni búi
sigur þeirrar hugsjónar sem hann aðhyllist. Tékkar eru harðlega átaldir
149