Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Qupperneq 39
V ort er ríkið konar óhallkvæmar efnahagsráðstafanir, beygt vilja allra atvinnurekenda. An vinnandi fólks verður ekkert gert. En til þess verður verkalýðshreyf- ingin að vera samtaka. Sundruð verkalýðshreyfing er vitanlega einskis megnug. 4 Á styrjaldarárunum 1939—1945 komu út þrjár ljóðabækur eftir Jóhannes úr Kötlum: Hart er í heimi (1939), Eilífðar smáblóm (1940) og Sól tér sortna (1945). Fram að þessum bókum höfðu yrkisefni Jóhannesar svo til eingöngu verið af íslenskum toga. Ljóðið um Félaga Dimitroff í Samt mun ég vaka er ort af tilefni þinghússbrunans í Berlín, en það er undantekning. En í áðurtöldu bókunum þremur tekur nú að bera allmikið á erlendum yrkisefnum í baráttuljóðum. Það er vitaskuld ekki nema eðlilegt. I hinum stóra heimi hafði æðimargt gerst er hlaut að verða sósíalistísku skáldi um- hugsunarefni. Fasismi hafði breiðst út um Evrópu með æðivafasamri valda- töku í Þýskalandi og Italíu og í blóðugri borgarastyrjöld á Spáni. Heims- styrjöldin skall á með öllum sínum hörmungum, og í því gerningaveðri miðju réðust þjóðverjar á Sovétríkin. Oll veröldin lék á reiðiskjálfi og blasti þar að auki við Islandi í miklu meiri nálægð en fyrr, enda landið hernumið og raunar ekki enn séð fyrir endann á því þótt vonandi verði þess ekki langt að bíða úr þessu. Og utan úr heimi kveða við áleitnar raddir sem heimta liðsinni á örlagastund. Spánn kallar, sonur Spánar „blæs í blóðugt horn“ til að hrópa til sín þann hetjulýð, sem reiðubúinn er að láta lífið fyrir frelsi og rétt hins fátækasta manns á jörðu hér. Ríkið í miðið, hin mikla kínverska þjóð, stendur andspænis japanskri árás, en með samstilltu átaki fjöldans undir sigurfána öreigans mun þeirri árás hrundið. I háðsku og nöpru kvæði er sagt frá hernaði Mússólínis í Eþíópíu þar sem ítalskir hermenn skjóta menningunni „úr sannfærandi vélbyssum" til „að ná til hjartans í þeim svörtu sauðum“, og meðan svört Iíkin hvítna í „frelsisgeislum dagsins“ þá klappar Mússólíní sjálfum sér á kollinn „og kinkaði’ onum svo til guðs — og Þjóðabandalagsins“. Vörnin við Stalíngrad er lofsungin af aðdáun þess manns sem trúir að í henni búi sigur þeirrar hugsjónar sem hann aðhyllist. Tékkar eru harðlega átaldir 149
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.