Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 40
Tímarit Máls og menningar fyrir dáðleysi þegar nasistar hremmdu land þeirra í sína hötuðu ránfugls- kló, en löngu síðar átti Jóhannes einmitt eftir að dást að hugrekki sömu þjóðar þegar annað stórveldi, er hann fyrr trúði á, fótumtróð frelsi Tékkó- slóvakíu. Og svo má ekki gleyma kvæðinu um son skóarans, Dagskipan Stalíns, sem segja má að sé tilfinningaríkt lofkvæði um leiðtoga rauða hersins, sem þá var ekki siður að tala um í sömu tóntegund og nú, þegar verstu hliðar hans hafa miskunnarlaust verið dregnar fram í dagsljósið. A dögum heimsstyrjaldarinnar miklu var íslenskum sósíalistum enn tamt að líta á Sovétríkin sem hið sanna ríki sósíalismans, og margir litu á Jósep Stalín sem persónugerving þess ríkis. Svo eru aftur önnur ljóð þar sem enn ber á efa og sjálfsásökun. Eg hygg það muni vera nokkuð algengt meðal skálda og menntamanna sem að- hyllast sósíalisma að finna til nokkurrar sektar vegna þess að þeir taka ekki beinan þátt í baráttunni fyrir nýju og réttlátara þjóðskipulagi, eða réttara sagt: þeir berjast með orði sínu og list sinni, en ekki með hörðum höndum hins stritandi lýðs. Af þessu tagi er ljóðið Húsið í Sól tér sortna. Skáldið simr í skjólsælu öryggi í litlu og laglegu húsi sínu og reynir að yrkja, en fyrr en varir snýst ljóðið í þunga sjálfsásökun: Þú ortir forðum eldheit ljóð um ægilega hönd, sem sló og drap — og hending hver var hörð og siðavönd. — En hvenær hefur hönd þín sjálfs til höggs á móti reitt? O, hetja! Kannski hefðir þú þá hruflað þig og meitt! Hvar varsm, þegar voðinn kom og veita þurfti lið? Þá sazm þarna á þessum stól og þráðir bara frið. Þú hélzt, að þinnar þjóðar líf ei þyrfti að kosta neitt, og vísu þinni í vopnsins stað að vild þú gætir beitt. Þá barizt er um öll þau hnoss, sem andi mannsins gaf, og logar rísa af lýðsins kvöl um Ioft og jörð og haf, 150
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.