Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 42
Tímarit Máls og menningar
1951. Og líkt og langvarandi reiði verkalýðsstéttanna braust upp á yfir-
borðið haustið 1932, þannig leitaði sár harmur skáldanna útrásar með
meiri þykkju og hvassari beiskju en kannski nokkurn tíma fyrr. Halldór
Laxness sendi frá sér Atómstöðina 1948 og réðist þar með slíkri heift á
yfirstéttina íslensku, úrkynjun hennar, gróðahyggju og sviksemi við frelsi
þjóðarinnar, að þvílíkt hefur ekki heyrst fyrr eða síðar. Og 1952 sendi
Jóhannes úr Kötlum frá sér Sóleyjarkvœði þar sem allar helstu eigindir
skáldskapar hans mætast í einum farvegi: næm túlkun á fegurð landsins,
skáldskapararfur þjóðkvæðanna, létt og leikandi form, ættjarðarást og
frelsisþrá, ósvikin réttlætiskennd, samúð með lítilmagnanum og síðast en
ekki síst heilög vandlæting vegna niðurlægingar og sviksemi þjóðarleið-
toganna, og andvaraleysis mikils hluta þjóðarinnar sem tók allsnægtir
fram yfir sannfæringu.
Líkingunni um landið sem brúði í kvæðinu Fjallkonan sem áður var
vitnað til er haldið í Sóleyjarkvceði, Þjóðunn er að sjálfsögðu hin andvara-
lausa og niðurlægða þjóð, og riddarinn góði er hinn sanni íslendingur sem
smnginn er svefnþorni:
Fyrir völuna brúður gekk
og föl var kinn
er mælti hún mjúkum rómi
um leið og hún gáði í lófa sinn:
Viltu koma með mér
og vekja riddarann minn?
Það vil ég ekki, Þjóðunn kvað,
gnóg eru aflaföng:
blóðkrónur, betlidalir
og léreftin löng,
hér land og þar land
— hvað varðar mig þá um frelsissöng?
Mjög var tónninn í málinu brúðar
sár:
Hefurðu gengið þeim á hönd
sem fara með fals og dár
— til hvers var þá að þrauka
í þúsund ár.
Fulltrúi landssölumanna og auðsveipra þýja er kallaður fígúran, og
minnir eigi alllítið á Ola fígúru í Atómstöðinni, en marskálkur er nefnd-
152