Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 51
„Há og tvírceð rödd í neysluþjóðfélaginu“ að jafnaði saman við. Þetta hlýtur að hluta til að vera skýringin á því að ekki er lengur fjallað um góðan skáldskap í fjölmiðlum. I dagblöðunum er ekkert að finna. Hljóðvarpið steinþegir. Og á sjónvarpsskjánum er ekki nokkra sprungu að sjá. Einkanlega frá grannlöndum okkar séð hlýtur þetta neðanjarðareðli að gera norskar bókmenntir að ófærum og torskild- um frumskógi. Framleiðsluhættir auðvaldsins, sem á snilldarlegan hátt geta falið hið raunverulega arðránseðli sitt, hafa hlutað athafnir manna í sundur í sam- ræmi við kaldrifjuð lögmál sín, og greint þær í vinnu, list, efnahagsmál, frítíma, ást, menningu, og jafnframt búið til alrangar andstæður milli há- menningar annars vegar og hins vegar orðs sem aldrei er nefnt: milli há- menningar og lágmenningar. Það er athyglisvert að ráðamenn auðvaldsins hafa einnig verið ráða- menn hámenningarinnar. Þeir hafa síðan miðlað eilífum menningarverð- mætum sínum til alþýðu, einatt miður móttækiiegrar. Menningu handa þeim menningarlausu, máli handa þeim mállausu. Valdbeiting að ofan og niður á við. Þetta er menningarviðhorf stéttaþjóðfélagsins, óumbreytan- legt, lagskipt. Um allar aldir hafa listamenn reynt að brjóta niður þetta klerkaveldis- viðhorf til menningarinnar og beitt mannaverkum sínum gegn svokallaðri „eðlilegri“ heimsskipan. Með hrjúfum hlátri, bölvi og ragni, níðvísum hefur listin spottað og dregið niður til jarðar alla þá sem þykjast vera upp- hafnir og tímalausir. Með þessu hefur listin í sífellu tryggt mannlegri sköpun og sögulegum breytingum ný svið. Annað kastið, og á nýjan leik síðustu tíu til fimmtán árin hafa norskar bókmenntir sinnt þessu verkefni af óvenjulegum þrótti. Astæðurnar geta verið margar, en þessi lífsþróttur á eflaust að hluta til rætur í hinum sér- stæðu málaðstæðum meðal Norðmanna og þeirri málvimnd sem einkennir mikinn hluta norsks skáldskapar. Bókmenntir okkar tíma sköpuðust einnig á mörkum tveggja málkerfa. Bókmálið og alþýðumálið horfðust lengi og ákaft í augu, og bæði skildu sjálf sig, gem sína og takmarkanir, í Ijósi hins. Þannig hefur norska máldeilan jákvæð áhrif. Það er ekki frekar brýnt að binda endi á máldeiluna en önnur félagsleg átök. Mannkynssögunni er ekki lokið, ekki heldur á hinum sósíaldemókratísku Norðurlöndum. Skáldskapurinn hefur verið kallaður einkatjáning sem fái opinbera viður- kenningu og þannig lítt takmörkuð völd. Karl Marx sagði, að þegar fram- leiðslan birtist í vörulíki, svo sem í auðvaldsþjóðfélagi, verði hún eins og 161 11 TMM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.