Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 56
Tímarit Máls og menningar geitur“ (þ. e. menn sem eru fæddir í steingeitarmerkinu) séu durtslegar, sé bent á mann sem er fæddur í umræddu stjörnumerki en er hinn þægi- legasti í öllum samskiptum og langt frá því að vera durtur. Stjörnuspek- ingurinn hefur ótal ráð að grípa til til að útskýra það að maðurinn brýtur lögmálið um skapgerð „steingeita“. Hann getur sagt að hann hafi t. a. m. verið alinn upp á alveg sérstakan hátt til að útrýma steingeitareinkenn- unum í skapgerð hans. Ef það dugir ekki eru til ótal önnur brögð til að útskýra skapgerð mannsins. Til dæmis er ekki sama hvenær á steingeitar- tímabilinu maðurinn er fæddur, því staða himintunglanna breytist frá degi til dags og frá stund til stundar, og þess vegna er hugsanlegt að einhverjar stjörnur sem gefa góða skapgerð hafi verið ofarlega á himinhvolfinu þegar viðkomandi maður fæddist. Þannig mætti lengi telja, og það er ekki nokk- ur leið að fá stjörnuspekinginn til þess að falla frá trú sinni á gildi kenn- ingar sinnar, né að sjálfsögðu efasemdamanninn til þess að taka trúna. Meðan ekki er hægt að hafa hemil á þeim undankomuleiðum sem sá sem heldur kenningunni fram gemr fundið til þess að vinda sér undan atlögum sem gerðar eru gegn kenningu hans, er í raun ómögulegt að afsanna hana. Hin stjarnspekilega setning er svona: „Steingeimr ern durtar, nema þeir séu aldir upp sérstaklega til þess að losa þá við durtseinkennin, nema ein- hverjar stjörnur sem gefa gott skap yfirgnæfi einkennin, nema...., nema ....., nema......., o. s. frv.“ Allir þessir varnaglar gera erfiðara fyrir að hrekja kenninguna. En það er þó ekki algjörlega útilokað, ef fjöldi eða krafmr varnaglanna er ekki óendanlegur. Ef stjörnuspekingar væm heiðar- legir vísindamenn, myndu þeir reyna að keppast við að hreinsa setningar sínar af eins mörgum varnöglum af þessu tagi og hægt er, til þess að hægt verði að sjá hvort þetta allt saman fær staðist. Því miður er þessu yfirleitt ekki að heilsa með stjörnuspekinga, og það er mjög erfitt að koma á þá höggi meðan þeir ekki fást til þess að reyna að útrýma þessum varnöglum úr kenningum sínum. Þar til það gerist verður stjörnuspeki að teljast til trúarbragða, eða gervivísinda, eins og Þorsteinn kallar þau. Snúum okkur nú að marxismanum. Eins og áður gemr telja ungir íhalds- menn að hann eigi sér ekki viðreisnar von og verði að teljast til sama flokks og stjörnuspekin. Við skulum velta þessu lítillega fyrir okkur og athuga hvort íhaldsunglingarnir hafa rétt fyrir sér. Það er rétt, að Popper hefur haldið því fram að þróun sögunnar hafi í rauninni afsannað kenn- ingar Marx, að steinninn hafi ekki dottið eins og Marx spáði fyrir. Til dæmis hafi bylting orðið í Rússlandi, þar sem að miklu leyti ríkti miðalda-hag- 166
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.