Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 59
Popperismi og marxismi höfum sett fram vísindalega tilgátu til skýringar á sársauka Nonna. Nú rís upp efasemdamaður og segir að hann trúi því alls ekki að flísin valdi sársaukanum, þ. e. hann vill ekki viðurkenna að það sé gild skýring á sársaukanum að vísa á flísina. Við skulum vísa þessu til Poppers og láta hann skera úr. Samkvæmt Popper er þá best að athuga hvort er hægt að afsanna þá kenningu að flísar í tám valdi sársauka. Þá setjum við fram setninguna: „Allar flísar í öllum tám valda sársauka.“ Þetta verður af- sannað ef hægt er að benda á eina tá með flís í sem eigandi hennar finnur ekki til sársauka. Nú skulum við segja að þetta gerist. Þar með er kenn- ingin um flísar og sársauka dæmd ómerk samkvæmt popperisma. En er þá skýring okkar á sársauka Nonna allsendis ógild? Er skýring sem byggir á afsannaðri kenningu til nokkurs nýt? Varla getur það staðist. Sem sagt, það gemr ekki staðist að það sé rétt skýring að flísin valdi sársaukanum í tánni á Nonna. En nú hefur kenning Poppers leitt til niðurstöðu sem mælir gegn heilbrigðri skynsemi. Að sjálfsögðu er það fáránlegt að halda því fram að skýringin í tilviki Nonna sé röng vegna þess að ekki gerist nákvæmlega sami hluturinn í öðrum tilvikum. Flísin getur valdið sárs- auka í tilviki Nonna, þótt hún geri það ekki hjá einhverjum öðrum. Málið er að sjálfsögðu það, að það var ekki tímabært að setja fram kenningu sem prófanleg er með aðferð Poppers á grundvelli þeirrar grófu reynslu sem við höfum af flísum og sársauka. Það geta verið aðrir hlutir að verki heldur en vera flísarinnar í tánni. Til dæmis er hugsanlegt að einhver sé tilfinningalaus í tánni og finni þess vegna ekki til neins sársauka. Eins gemr það verið að í einhverju tilvikinu sé flísin svo lítil að ekkert finnist fyrir henni. Þetta sýnir okkur að ótal lagfæringa er þörf á kenningunni áður en hægt er að prófa hana með aðferð Poppers. Það sama má segja um athugasemd Marx um stéttaandstæður og byltingahneigð. Það er ekki einungis iðnvæðing og stéttaandstæður sem ráða því hvort bylting verður eða ekki. Þar koma ótal aðrir hlutir til, en engu að síður er hægt að halda því fram að iðnvæðing og mjög grímulaus kapítalismi sé meðal þeirra þátta sem geta leitt til byltinga. Aðrir hlutir (en þessar stéttalegu aðstæður) sem til þarf áður en bylting megi verða eru til að mynda góð forysta og skipuleg baráttta og það sem komið gemr í veg fyrir byltingu er meðal annars vel skipulögð andstaða gegn henni o. s. frv. Ekkert af þessu sýnir þó að þjóðfélagslegar aðstæður og efnahagskerfi skipti ekki meginmáli. Það er sem sagt eins með hinar þjóðfélagslegu aðstæður og flísina, að það eitt dugir ekki til. Eins má 169
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.