Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 63
Gabriel García Marquez Frásögn án fyrirsagnar Fyrir byltingu vakti Kúba aldrei forvitni mína. í Rómönsku Ameríku leit fólk af minni kynslóð á Havana sem hneykslunarvert hóruhús fyrir „grin- gos"1 þar sem klámið hafði hlotið sess sem opinber skemmtun löngu áður en það komst í tísku annars staðar í hinum kristilega heimi: fyrir einn dollara gat maður séð konu og karl af holdi og blóði hafa raunverulegar samfarir í leikhúsrúmi. Þessi dansandi paradís gaf frá sér djöfullega tón- list og fól í sér leynilegt tungutak hins ljúfa lífs, sérstakt göngulag og klæðaburð, strauma af taumlausri skemmtimenningu sem verkaði seiðandi á daglegt líf manna á eyjum Karabíska hafsins. Þó vissu þeir sem best voru upplýstir að Kúba hafði verið menntaðasta nýlenda Spánar, sú eina þeirra sem var raunverulegt menningarland, og að hefð bókmenntakvöld- anna og blómaleikjanna lifði óspillt meðan bandarískir sjóliðar migu utan í styttur frelsishetjanna og byssukarlar á vegum forseta lýðveldisins réðust með alvæpni inn í réttarsali og rændu þaðan dómsskjölum. Asamt með „La Semana Cómica“ — vafasömu vikublaði sem kvæntir menn lásu á salernum og földu fyrir konum sínum — voru gefin þar út menningarleg- ustu tímarit um bókmenntir og listir í allri Rómönsku Ameríku. Fram- haldsleikritin í útvarpinu, sem entust í það óendanlega og drekkm allri álfunni í táraflóði ár eftir ár, voru upprunnin í næsta nágrenni við svim- andi sólblómabál Amelíu Pelaez2 og hexametur José Lezama Lima,3 gerð af loftþéttu kvikasilfri. Þessar grófu mótsagnir voru bemr fallnar til að mgla en til að auka skilning á veruleika þjóðar sem var næstum goðsagna- kennd, þjóðar sem enn átti ólokið sínu slysum hlaðna frelsisstríði og póli- tískur aldur þess var óráðin gáta þá, árið 1955. Það ár heyrði ég nafnið Fidel Castro nefnt í fyrsta sinn. Það var í París, hjá skáldinu Nicolás Guillén, sem þjáðist í vonlausri útlegð á Grand Hotel Saint Michel; það var minnst sóðalegt við göm ódýrra gistihúsa þar sem við dvöldumst, hópur manna frá Rómönsku Ameríku og Alsír, biðum eftir farseðli heim og ámm gamlan ost og soðið blómkál. Herbergi Guilléns var svipað því sem gerðist hvarvetna í Latínuhverfinu: fjórir veggir með 173
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.