Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 64
Tímarit Máls og menningar upplituðu veggfóðri, tveir hægindastólar klæddir slitnu plussi, vaskur og hreyfanleg þvottaskál og eins manns rúm fyrir tvo þar sem dapurlegir elskendur frá Senegal höfðu verið hamingjusamir og framið sjálfsmorð. Þó er mér um megn nú, tuttugu árum síðar, að framkalla í huga mínum mynd af skáldinu í þessu raunveruleikans herbergi, en sé hann aftur á móti fyrir mér við aðstæður sem ég hef aldrei lifað: ég sé hann sitja í ruggustól og veifa blævæng á siesta-tímanum úti fyrir einu af þessum sykurbúum sem sjá má í ágætri kúbanskri myndlist 19. aldar. Hvar sem var og hvernig sem á stóð — jafnvel í verstu vetrarkuldum — hélt Nicolás Guillén þeim kúbanska sið að vakna (hanalaus) við fyrsta hanagal og lesa blöðin yfir morgunkaffinu, umvafinn sætum ilmi sykurkvarnanna og gítarhljómum hávaðasamrar dögunar í Camagiiey.4 Síðan opnaði hann gluggann út á svalirnar, eins og í Camagiiey, og vakti alla götuna með því að hrópa upp nýjusm fréttir frá Rómönsku Ameríku sem hann þýddi jafnóðum úr frönsku á kúbönsku. Astandinu í álfunni á þessum tíma verður best lýst með tilvísun í opin- bera ljósmynd af þátttakendum þjóðhöfðingjaráðstefnu sem haldin hafði verið árið áður í Panamá: þar sást varla svo mikið sem einn aukvisi á borgaraklæðum innan um bosmamikla einkennisbúninga og stríðsmedalíur. Jafnvel Dwight Eisenhower, sem hafði það fyrir sið á forsetastóli í Banda- ríkjunum að fela púðurstækju hjarta síns með dýrustu fötum frá Bond Street — jafnvel hann hafði við þetta sögulega tækifæri skreytt sig heið- ursmerkjum fyrrverandi stríðsmanns. Og einn morguninn opnaði Nicolás Guillén sem sé gluggann sinn og hrópaði eina einusm frétt: — Hann er fallinn! I sofandi húsunum varð uppi fómr og fit, því að hver og einn hélt að fallni maðurinn kæmi sér við. Argentínumennirnir héldu að átt væri við Juan Domingo Perón, þeir frá Paraguay héldu að það væri Alfredo Stro- essner, Perúanar hugsuðu um Manuel Odría, Kólumbíu-menn um Gustavo Rojas Pinilla, Nicaragua-menn um Anastasio Somoza, Venezuela-menn um Marcos Perez Jimenez, Guatemala-menn héldu að það væri Castillo Armas, Dóminíkanar að það væri Rafael Leonidas Trujillo og Kúbumenn héldu að fallni maðurinn væri Fulgencio Batista. Það var reyndar Perón. Seinna ræddum við um þetta og Nicolás Guillén málaði fyrir okkur hryggðar- mynd af ástandinu á Kúbu. „Það eina sem ég bind vonir við — sagði hann að lokum — er strákur sem hefur sig mikið í frammi í Mexico.“ Hann gerði austurlenskt hlé á máli sínu og bætti við: 174
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.