Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 65
Frásögn án fyrirsagnar — Hann heitir Fidel Castro. Þremur árum síðar var ég í Caracas og þá virtist ótrúlegt að þetta nafn hefði brotið sér leið á svo stuttum tíma og af svo miklu afli inn í miðju atburðarásarinnar í álfunni. En jafnvel þá hefði engum dottið í hug að fyrsta sósíalíska byltingin í Rómönsku Ameríku væri að fæðast í Sierra Maestra-fjöllum. Hins vegar vorum við sannfærðir tun að hún væri að fæðast í Venezuela, þar sem máttugt samsæri alþýðunnar hafði gert út af við kúgunarstjórn hershöfðingjans Marcos Perez Jimenez á einum sólar- hring. Séð utan frá hafði þessi aðgerð virst ótrúleg, sökum þess hve einföld hún var, hversu fljótt hún gekk fyrir sig og hvern árangur hún bar. Einu fyrirmælin sem almenningur hafði fengið voru þau, að klukkan tólf á hádegi 23. janúar 1958 skyldi blásið í öll bílhorn, öll vinna stöðvuð og jafnframt ættu þá allir að fara út á götu að steypa harðstjórninni. Jafnvel á ritstjórnarskrifstofum vel upplýsts tímarits, þar sem margir starfsmanna voru virkir í samsærinu, virtist þessi tilskipun barnaleg. En á tilsettum tíma hófst gríðarlegur hávaði bílakórsins og umferðaröngþveitið varð slíkt að annað eins hafði ekki þekkst í þessari borg, sem þó var fræg fyrir um- ferðaröngþveiti, og fjölmargir hópar námsmanna og verkamanna þusm út á göturnar og tóku að grýta hermenn stjórnarinnar. Hlíðarnar umhverfis borgina voru þaktar marglitum hreysum sem líktust jesújötum og þaðan streymdi nú fylking fátæklinga sem breytti borginni í vígvöll. I ljósaskipt- unum barst sú fregn gegnum dreifða skothríð og sírenuvæl og varð mönn- um til léttis, að fjölskylda Perez Jimenez hefði falið sig í skriðdreka og beðist ásjár í erlendu sendiráði. Nokkru fyrir dögun varð skyndilega þögn á himni og síðan braust út fagnaðaróp mannfjöldans og kirkjuklukkur tóku að glymja og verksmiðjusírenur að væla og bílar að flauta og út um alla glugga barst straumur af þjóðlegum söngvum og þetta hélt áfram svo til óslitið í tvö blekkingaár. Perez Jimenez hafði flúið af ræningjastóli ásamt nánustu meðsektarmönnum sínum og flogið til Santo Domingo í herflugvél. Flugvélin hafði staðið frá hádegi með hreyflana í gangi á La Carlota flugvellinum í nokkurra kílómetra fjarlægð frá forsetahöllinni Miraflores en engum hafði hugkvæmst að setja þar upp stiga fyrir harð- stjórann flýjandi þegar hann kom þangað eltur af leigubílasveit, sem að- eins var nokkrum mínútum of sein. Perez Jimenez, sem leit út eins og stórt smábarn með hornspangargleraugu, var halaður upp í flugvélina á kaðli með ærinni fyrirhöfn og vegna þessa umstangs gleymdi hann hand- 175
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.