Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 68
Tímarit Máls og menningar
— Verið ekki ragur, kapteinn. GranmaG var líka ofhlaðin.
Flugmaðurinn leit á hann og síðan á okkur hina, með niðurbælda heift
í augunum.
— Munurinn er bara sá, sagði hann, að enginn okkar er Fidel Castro.
En athugasemdin hafði hitt í mark. Hann teygði handlegginn yfir af-
greiðsluborðið, reif blað úr flugskipanablokkinni og kreisti það í lófa sér.
— Allt í lagi, sagði hann, — við förum þá, en ég læt það hvergi sjást
skrifað að vélin sé ofhlaðin.
Hann stakk bréfkúlunni í vasa sinn og gaf okkur merki um að fylgja
sér. Sem við gengum út að flugvélinni og ég á báðum áttum milli með-
fæddrar flughræðslu og löngunar til að kynnast Kúbu, spurði ég flug-
manninn fullur efasemda:
— Kapteinn, haldið þér að við komumst alla leið?
— Það er hugsanlegt, svaraði hann, með hjálp Virgen de la Caridad
del Cobre.7
Þetta var hrörleg tveggja hreyfla flugvél. Sá orðrómur komst á kreik
meðal okkar að liðhlaupi úr her Batista hefði rænt henni og flogið til
Sierra Maestra þar sem hún hefði síðan staðið yfirgefin undir berum
himni allt til þessa míns ógæfudags, þegar hún var send að sækja sjálfs-
morðskandídata til Venezuela. Farþegarýmið var þröngt og illa loftræst,
sætin voru lasin og megn fnykur af súru hlandi mengaði loftið. Hver og
einn bjó um sig sem best hann gat, sumir sátu á gólfinu í þröngum gang-
inum innan um farangurinn og kvikmynda- og sjónvarpsbúnaðinn. Eg
fann til loftleysis þar sem ég sat hálfklemmdur úti við glugga aftast í vél-
inni, en nokkur huggun var mér þó í sjálfsöryggi félaga minna. Skyndi-
lega tuldraði einn af þeim æðrulaususm í eyra mitt, gegnum samanbitnar
tennur: „Þú ert heppinn að vera ekki flughræddur.“ Þá fyrst komst ég á
barm örvæntingarinnar, þegar mér varð ljóst að allir vom jafnskelkaðir
og ég, en földu óttann bak við hugrekkissvip, rétt eins og ég.
í flughræðslunni miðri er tómarúm, eins konar fellibylsauga, þar sem
maður kemst á óminnisstig forlagatrúarinnar, og þetta ástand er það eina
sem gerir okkur kleift að fljúga án þess að deyja. A mínum endalausu og
svefnlausu næturflugferðum hef ég aðeins getað komist á þetta náðarstig
þegar ég hef komið auga á munaðarlausa smástjörnu sem fylgir flugvél-
nm yfir úthöf einmanaleikans. Eg leitaði hennar án árangurs þessa vondu
nótt yfir Karabíska hafinu úr sálarlausu tveggja hreyfla vélinni sem flaug
gegnum hrjúf skýjaþykki, breytilega vinda, hyldýpi full af eldingum, flaug
178