Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 89
Kristján Jóhann Jónsson
Saga úr sveitinni
Hún heyrði til hans frammi í bæjargöngunum. Þeir bræður og vinnu-
maðurinn voru búnir að standa við sláttinn frá kvöldi til morguns síðustu
nætur til að nýta rekjuna. Undir morgun kom Þórólfur svo inn, gekk þegj-
andi að bælinu, fletti brekáninu frá og tók út hjá sér. Hinir luku vinnu-
deginum með því að slá úr orfunum og dengja Ijáina. Þá var hægt að
koma sér vafningalaust að vinnunni aftur. Þeir höfðu búið lengi kven-
mannslausir Holtsbræður og þeir tóku henni vel þegar hún kjagaði ofan
úr heiði í vondri færð og baðst ásjár. Svo þegar telpan var fædd fór Þór-
ólfur að koma á nóttunni og henni var alveg sama. I Holti var matur og
húsaskjól.
Hún skreið undan kúahlandsrauða brekáninu og fór að klæða sig. Barnið
volaði eins og alltaf og hún gaf því dúsu og batt það við rúmfótinn. Hún
skaraði í hlóðunum og náði upp eldi, setti pott yfir með soði frá deginum
áður og bætti dálitlu vatni í. Svo gekk hún fram á bæjarhelluna til að
anda að sér hreinu lofti og horfði yfir túnbalann. Það var fallegt túnið í
Holti og það spratt vel.
Það var orðið heitt í pottinum þegar hún kom inn afmr. Hún dýfði
öskunum þremur í og bætti svo í hvern þeirra skyrslettu og skreiðarbita.
Það var þykkur farði innan á börmunum og hún hugsaði með sér að ein-
hvern tíma skyldi hún skafa þá að innan. Þegar Jón og vinnumaðurinn
vom komnir inn líka færði hún þeim askana sína, tók af þeim rakar vefj-
urnar og setti þær á hlóðarsteininn. Þeir ám og lögðust svo fyrir til þess
að sofa. Anna fékk sér í ask Þórólfs og setti askana svo fyrir hundana til
þess að þeir gæm sleikt þá. Svo fór hún út til að mjólka kúna og hleypa
henni út. Hún elskaði kýr og fékk alltaf mjólkurbragð í munninn þegar
hún kom nálægt þeim. Kýrin rak í hana votar granir og Anna strauk
henni, talaði góðlátlega til hennar og flissaði lítið eitt þegar hún áttaði
sig á því að líklega talaði hún meira við þessa kú en nokkurn annan á
heimilinu.
— Þú hefðir átt að eiga heima í Efstakoti, hvíslaði hún í eyra kýrinnar
199