Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 89
Kristján Jóhann Jónsson Saga úr sveitinni Hún heyrði til hans frammi í bæjargöngunum. Þeir bræður og vinnu- maðurinn voru búnir að standa við sláttinn frá kvöldi til morguns síðustu nætur til að nýta rekjuna. Undir morgun kom Þórólfur svo inn, gekk þegj- andi að bælinu, fletti brekáninu frá og tók út hjá sér. Hinir luku vinnu- deginum með því að slá úr orfunum og dengja Ijáina. Þá var hægt að koma sér vafningalaust að vinnunni aftur. Þeir höfðu búið lengi kven- mannslausir Holtsbræður og þeir tóku henni vel þegar hún kjagaði ofan úr heiði í vondri færð og baðst ásjár. Svo þegar telpan var fædd fór Þór- ólfur að koma á nóttunni og henni var alveg sama. I Holti var matur og húsaskjól. Hún skreið undan kúahlandsrauða brekáninu og fór að klæða sig. Barnið volaði eins og alltaf og hún gaf því dúsu og batt það við rúmfótinn. Hún skaraði í hlóðunum og náði upp eldi, setti pott yfir með soði frá deginum áður og bætti dálitlu vatni í. Svo gekk hún fram á bæjarhelluna til að anda að sér hreinu lofti og horfði yfir túnbalann. Það var fallegt túnið í Holti og það spratt vel. Það var orðið heitt í pottinum þegar hún kom inn afmr. Hún dýfði öskunum þremur í og bætti svo í hvern þeirra skyrslettu og skreiðarbita. Það var þykkur farði innan á börmunum og hún hugsaði með sér að ein- hvern tíma skyldi hún skafa þá að innan. Þegar Jón og vinnumaðurinn vom komnir inn líka færði hún þeim askana sína, tók af þeim rakar vefj- urnar og setti þær á hlóðarsteininn. Þeir ám og lögðust svo fyrir til þess að sofa. Anna fékk sér í ask Þórólfs og setti askana svo fyrir hundana til þess að þeir gæm sleikt þá. Svo fór hún út til að mjólka kúna og hleypa henni út. Hún elskaði kýr og fékk alltaf mjólkurbragð í munninn þegar hún kom nálægt þeim. Kýrin rak í hana votar granir og Anna strauk henni, talaði góðlátlega til hennar og flissaði lítið eitt þegar hún áttaði sig á því að líklega talaði hún meira við þessa kú en nokkurn annan á heimilinu. — Þú hefðir átt að eiga heima í Efstakoti, hvíslaði hún í eyra kýrinnar 199
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.