Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 91
Saga úr sveitinni
var þungt og fötin voru þung. Lægðir og skorningar voru full af snjó en
skafið af börðum og melum. Hún hallaði sér fram gegn veðrinu og reyndi
að þræða alla snjólausa rinda sem ekki voru úr leið. Það var dimmra en
svo að sæist milli varða en gatan lá oftast hærra en umhverfið svo að hún
kom alltaf á hana afmr þó hún tæki öðru hvoru á sig krók til að forðast
dýpsm skaflana.
Hún hafði aldrei gengið heiðina að vetrarlagi. Hún hafði komið upp á
hana í smalamennsku og síðast þegar þau Hrólfur fóm að líta á bæinn
sinn — Efstakot. Þá var vor á heiðinni og gróðrarilmur og það vom álfta-
hjón á tjörnum og vötnum og þó þau væm sveitt á göngunni fann hún
ekki til þreytu. Flóarnir óðu í grasi sem kallaði á duglegan mann og konu
með orf og hrífu.
Nú var kalt og þreytan og verkirnir höfðu aukist við hvert skref frá
því að hún lagði af stað. Hún reyndi að halda lófunum fyrir vimnum þegar
henni fannst fjúkið ætla að kæfa sig. Hún vissi að hún mátti ekki fyrir
nokkurn mun stansa og snúa sér undan veðrinu. Hún varð að ganga áfram
á móti því. Hún hafði ekki hugmynd um hve langt hún væri komin þegar
fór að halla undan fæti. Það merkti að hún var komin fjórðung leiðar-
innar niður á dal. Það var þá sem hún sá hann. Hann gekk nokkmm
skrefum á undan henni svo að hún rétt greindi hver þetta var.
— Hrólfur, kallaði hún, en vindurinn blés nafninu afmr ofan í hana
svo hún kallaði afmr:
— Hrólfur, en hann gekk á undan, hægum jöfnum skrefum eins og í
draumi. Hún fór að hlaupa, Hrólfur, Hrólfur, Hrólfur; en hann virtist
ekki heyra. Þegar hann var að hverfa inn í sortann herti hún á sér svo að
hún sá hann. Það var viðbjóðslegt bragð í hálsinum og maginn eins og
hann væri fullur af hnífum en ekki barni og henni fannst hún standa kyrr
þó hún sæi að fæturnir stigu hvor fram fyrir annan á víxl.
— Hvað sé ég nú? spurði Þórólfur eins og alltaf þegar eitthvað kom
honum á óvart eða ergði hann. Anna rétt einu sinni sofnuð yfir verkunum.
Hann var að pissa upp við vegginn og konan horfði rugluð á hann. Eitt
andartak hafði henni fundist þetta vera morgunninn þegar hún kom af
heiðinni og hann var að fara á beitarhúsin og þau mættust í túnfætinum
á Holti og hann sagði: Hvað sé ég nú? Svo áttaði hún sig og rölti inn
með mjólkurskjóluna.
— Reyndu svo að drífa þig í slægjuna til okkar þegar þú ert búin inni,
kallaði Þórólfur á eftir henni. Þú verður að vinna fyrir mat þínum eins
201