Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 91
Saga úr sveitinni var þungt og fötin voru þung. Lægðir og skorningar voru full af snjó en skafið af börðum og melum. Hún hallaði sér fram gegn veðrinu og reyndi að þræða alla snjólausa rinda sem ekki voru úr leið. Það var dimmra en svo að sæist milli varða en gatan lá oftast hærra en umhverfið svo að hún kom alltaf á hana afmr þó hún tæki öðru hvoru á sig krók til að forðast dýpsm skaflana. Hún hafði aldrei gengið heiðina að vetrarlagi. Hún hafði komið upp á hana í smalamennsku og síðast þegar þau Hrólfur fóm að líta á bæinn sinn — Efstakot. Þá var vor á heiðinni og gróðrarilmur og það vom álfta- hjón á tjörnum og vötnum og þó þau væm sveitt á göngunni fann hún ekki til þreytu. Flóarnir óðu í grasi sem kallaði á duglegan mann og konu með orf og hrífu. Nú var kalt og þreytan og verkirnir höfðu aukist við hvert skref frá því að hún lagði af stað. Hún reyndi að halda lófunum fyrir vimnum þegar henni fannst fjúkið ætla að kæfa sig. Hún vissi að hún mátti ekki fyrir nokkurn mun stansa og snúa sér undan veðrinu. Hún varð að ganga áfram á móti því. Hún hafði ekki hugmynd um hve langt hún væri komin þegar fór að halla undan fæti. Það merkti að hún var komin fjórðung leiðar- innar niður á dal. Það var þá sem hún sá hann. Hann gekk nokkmm skrefum á undan henni svo að hún rétt greindi hver þetta var. — Hrólfur, kallaði hún, en vindurinn blés nafninu afmr ofan í hana svo hún kallaði afmr: — Hrólfur, en hann gekk á undan, hægum jöfnum skrefum eins og í draumi. Hún fór að hlaupa, Hrólfur, Hrólfur, Hrólfur; en hann virtist ekki heyra. Þegar hann var að hverfa inn í sortann herti hún á sér svo að hún sá hann. Það var viðbjóðslegt bragð í hálsinum og maginn eins og hann væri fullur af hnífum en ekki barni og henni fannst hún standa kyrr þó hún sæi að fæturnir stigu hvor fram fyrir annan á víxl. — Hvað sé ég nú? spurði Þórólfur eins og alltaf þegar eitthvað kom honum á óvart eða ergði hann. Anna rétt einu sinni sofnuð yfir verkunum. Hann var að pissa upp við vegginn og konan horfði rugluð á hann. Eitt andartak hafði henni fundist þetta vera morgunninn þegar hún kom af heiðinni og hann var að fara á beitarhúsin og þau mættust í túnfætinum á Holti og hann sagði: Hvað sé ég nú? Svo áttaði hún sig og rölti inn með mjólkurskjóluna. — Reyndu svo að drífa þig í slægjuna til okkar þegar þú ert búin inni, kallaði Þórólfur á eftir henni. Þú verður að vinna fyrir mat þínum eins 201
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.