Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 92
Tímarit Máls og menningar og aðrir. Hún rölti inn göngin. Þar var dimmt eftir sólina úti. Hún vildi ekki fyrir nokkurn mun að mjólkin skemmdist. Hún átti að standa inni í búri í trogi. Þar var svalt og þar mundi hún ekki skemmast. Hún hugaði að krakkanum um leið og hún kom inn en hann var enn tryggilega bund- inn við rúmfótinn svo að ekki þurfti að hafa áhyggjur af honum. Augun voru farin að venjast rökkrinu inni í bænum en samt var eins og allt væri grænt og þau sæju ekkert nema túnið í Holti sem hún hafði verið að horfa á. Það var sosum líka fallegt túnið í Efstakoti þegar þeir komu og riðu yfir það á þrem gæðingum. Það á að fyrirgefa en það er ekki hægt að fyrir- gefa mönnum sem ríða yfir túnið við hliðina á gömnni. Svo var hún allt í einu orðin ein og stóð í dyrunum og horfði út yfir túnbalann eins og hún væri tröllkona orðin að steini. Slóðirnar sjö iðuðu og hlykkjuðust eins og maðkar í skemmdu mjöli. Henni fannst einhver standa fyrir aftan sig í göngunum. Einhver sem hafði komið þegar Hrólfur hvarf fyrir leitið suður af bænum. Það var farið að snjóa. Haustið var að breytast í vemr sem læddist að henni í hvítri iogn- drífu. Hún sneri sér snöggt við en sá engan, gekk hratt inn göngin, settist á rúmið sitt og grét og það var vont að gráta. Allt sem maður ræður ekki við er vont. Það sem maður ræður við er gott og þess vegna reynir maður að leigja sér kot og vera síðan einn um að skipa sjálfum sér fyrir verkum. — Eg veit ekki hvers vegna þú ert að væla þetta, sagði hún hörkulega við sjálfa sig. Þú veist ekki til þess að neitt sé að. Hann verður kominn heim á morgun og til hvers hefur þá allt þetta vol verið? Skammasm þín, þú ert lin. Hún lagðist endilöng í fletið sitt og fór með bæn. Hún vaknaði afmr við sáran sting í fætinum. Þessi stingur varð áleitnari eftir því sem styttra varð í fæðinguna og hún var svo þreytt að hún var lengi að velta sér yfir á hina hliðina til að geta sofnað afmr. Skíman var farin af skján- nm og komin nótt. Á morgun ætla ég að skafa gólfið áður en Hrólfur kemur heim, hugsaði hún í svefnrofunum. Seinna verða svo þvegin gólf í Efstakoti eins og á Stómbrekku. Þegar hún vaknaði afmr var glæta á skjánum sem var hvítur að sjá af snjónum sem sett hafði ofan um nóttina. Hún fór á fætur og tók fram sköfuna sem Hrólfur hafði smíðað þegar þau vom að byrja búskapinn. Hrólfur var laginn smiður. Hann var oft fenginn til að smíða á betri bæj- um. Nú var hún notuð til þess að skafa í Holti. Allt var í Holti. Þó var allt í Efstakoti. 202
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.