Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 93
Saga úr sveitinni
Um kvöldið beið gólfið skafið en það kom enginn Hrólfur. Hvað eftir
annað var gengið að skellihurðinni og það var gengið úti svo að marraði
í snjónum og hún kallaði Hrólfur? Hrólfur? en þá var allt í einu ekkert
fótatak lengur, hann stóð kyrr einhvers staðar þarna úti og vildi ekki koma
inn. Hún fann óþol koma í sig. Þetta var óþolandi. Hún byrjaði að skafa
hraðar og hraðar þangað til svitinn rann niður í augun og hún varð að
hætta meðan hún strauk hann burt með hendinni og sá að hún var að skafa
margskafið gólf. Þá henti hún sköfunni og ruddist fram í dyr og kallaði
hátt og reiðilega: Hrólfur.
Þeir Holtsbræður og vinnumaðurinn þeirra stóðu við sláttinn niðri á
túni. Hvers vegna voru þeir komnir í Efstakot? Hún horfði þegjandi um
smnd og fór svo inn. Ef maður vinnur ekki kemur einhver og segir: Hvað
isé ég nú? Maður vill ekki espa þá upp sem segja fyrir verkum. Nóg er
samt.
Svo mátti heldur ekki gleyma að ganga frá mjólkinni. Hún tók skjói-
una og gekk með hana inn í búrið. Barnið var farið að öskra mjög hátt
í rjóðrinu sínu. Þegar hún var búin að hella mjólkinni í trog tók hún ausu,
sökkti henni í mjólkina og færði telpunni. Hún drakk allt úr ausunni og
lygndi svo afmr augunum. Anna ætlaði að koma ausunni fyrir á sínum
stað en mundi ekki hvar hún hafði verið.
— Það er ekki von að maður viti hvar allt á að vera á öðrum bæjum,
tautaði hún hálfhátt við sjálfa sig. Það er best að koma sér heim.
Hún var enn með ausuna í hendinni. Það var miður dagur og skýjafar
og svartur bakki úti við sjóndeildarhring. Hún fetaði sig á svig upp eftir
hlíðinni, varð móð og settist. Jökuláin lá eins og mórautt reipi eftir daln-
um, bærinn í Holti rann næstum saman við umhverfið séð ofan úr fjalli
en hún vissi að þarna bjuggu Holtsbræður og höfðu vinnumann. Þeir vom
eins og þrír litlir stautar niðri á túni að slá. Konan stóð á fæmr þó hana
verkjaði í skrokkinn og það slægi út um hana köldum svita. Maður slórar
ekki þegar maður er að fara heim til sín og hefur gleymt tímanum á öðr-
nm bæjum. Hún fikraði sig hærra og hærra og vissi að bráðum yrði hún
komin upp fyrir brúnina og þá gæti hún tekið beina stefnu á Efstakot og
þá yrði ekki lengur á fótinn. Þegar hún kom upp á brúnina, svo það sást
ekki nema í miðjar hlíðar hinum megin ef maður leit við, var farið að
hvessa og þá tók hún eftir því að það hafði verið logn og tiltölulega hlýtt
meðan hún var að ganga brekkurnar.
Fyrsm regnskúrirnir komu á fleygiferð utan af heiði, bleyttu þessa konu
203