Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 99
Þorsteinn frá Hamri: FIÐRIÐ ÚR SÆNG DALADROTTNÍNGAR. Ljóðhús. Reykjavík 1977. Fiðrið úr sæng Daladrottníngar er ein þeirra bóka sem gagnrýnandi þyrfti að hafa melt með sér í heilt ár að minnsta kosti áður en hann léti nokkuð uppi um hana, en slíkur munaður leyfist ekki þeirri örmu stétt. Fiðrið er að sönnu ekki stór bók en býsna þung oft á tíð- um og getur vafist fyrir fólki að ráða í gáturnar. Bókin skiptist í þrennt. Seinni hlut- arnir tveir eru bæði skyldir og um margt líkir og verða spyrtir saman hér á eftir, en fyrsti hlutinn er nokkuð frábrugðinn þeim. Ljóð um land og fólk heitir hann og er safn ljóða af ýmsu tagi, tækifæris- ljóða, ástarljóða, erfiljóða. Mörg þeirra eiga það sameiginlegt að í þeim er brugðið upp hliðstæðum mannlífs og lands, enda segir í byrjun bókar: „Eg vil líkjast þér land.“ í Bláti fjalli (11) er ævi manns sýnd í árstíðaskiptum heiðarinnar. Blátt fjall bernskuvorsins verður sumarheiði hins starfandi manns, en þegar ellin sækir að verður heiðin veðrahjalli, verður bitinn hagi; spurt er um síðustu spor manns í dragi — svo hylur þau haustið. I Vísu (12) myndhverfist söknuður mannsins í svala tjörn á fjalli. Það er undurfallegt ljóð eins og þau eru mörg í þessari bók: I tærri lygnunni titrar mynd þín, Umsagnir um bcekur þegar blærinn andar hvísla bárurnar orð þín, söknuður í brjósti mínu, segðu það eingum. Svöl og djúp tjörn á fjallinu. Vetur og lífsblekking eru lögð að jöfnu í Landi og fólki (15). Þegar vorar — sem e. t. v. táknar þjóðfélagsbreytingar auk árstíðaskipta — hristir fólk af sér hrím blekkinganna, en sagan er samt ekki öll sögð: Þó býr landið yfir leyndum harmi og einstaka maður við örkuml. Enn er ógetið listfengasta ljóðs 1. hlutans, Fylgdar (10), sem er ort í minn- ingu Guðmundar Böðvarssonar og flétt- að saman úr tilvísunum til ljóða hans. Fólk allra alda, allir sem sólin kyssti, koma að sækja Guðmund sem bíður þeirra ferðbúinn. Flann sameinast lest- inni miklu, en Þorsteinn huggar okkur sem eftir sitjum, því Okkur til leiðsagnar er fylgd hans þó vís; fylgd þér og mér. Fylgd. Flvar sem við gaungum. Eins og að ofan sagði stillir Þorsteinn landi og fólki hlið við hlið í ljóðum sínum. Mannlaust land er ekki til í þess- um ljóðum. Og þar er ekki bara nú- tíminn og hans fólk, þarna er land, þjóð og saga í einu lagi, eins og í ljóðinu Áníng (14): Þraungt var setinn sólskinsbletturinn kríngum okkur á kortinu: forn andlit flykktust að til að brosa við okkur og birtunni. 14 TMM 209
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.