Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 101
Annað gamalkunnugt ævintýri nýtir
Þorsteinn í öðru hvatningarljóði: Karls-
son, Lítill, Trítill og fuglarnir, þangað
sem bókin sækir nafn sitt (42). Karls-
son er þar orðinn að okkur sem reynum
að leysa vandann hvert í sínu skoti:
Jafnan þegar við karlssynir hyggjumst
leysa vandann í logni
fellur á fárviðri
svo fiðrið úr sæng Daladrottníngar
þyrlast um loft og lendur.
En það þýðir ekkert að bauka einsamall:
síðast vantar alltaf fáeinar fjaðrir —
og loks fallast okkur hendur.
Við verðum að muna eftir náunganum,
„orðum hans augum og höndum", þá
fer okkur að ganga bemr. Þetta er verka-
lýðsljóð, byltingarljóð, þó lágt fari, og
það fer vel á því að nota þetta frábæra
ævintýri í þessu skyni. Þorsteinn notar
ævintýraminni í einu hvatningarljóðinu
enn, sem er jafnvel ennþá hnitmiðaðra
en ljóðið um karlssyni. í Riddarasögu
(59) segir frá manni sem hefur látið sér
hugsjónina nægja, látið sig dreyma stór-
ar hetjudáðir, látið veraldarljóðsins Ijósa
riddara ræna afrekum sínum meðan
hann sefur. Það er ekki nóg að láta sig
dreyma, bendir Þorsteinn á, og ráðið er
að koma riddaranum á óvart í skálka-
skjóli draumsins:
Sveiflaðu brandinum sjálfur
næst þegar dagar.
Tíminn er naumur, er boðskapur Þor-
steins í þessari bók, við verðum að fara
að búa okkur undir uppgjörið — bylt-
inguna? — sem er í nánd. Innan
skamms dynur orustan yfir og þá eru
Umsagnir um beskur
„taldir þínir dreymnu hérvistardagar"
(62). Þá ber okkur að standa keik, nýta
okkur það besta úr fortíðinni, arfi ljóða,
sagna og ævintýra, þá stöndum við á
bjargi og skortir ekki vopn.
Þú hvessir augun
í áttirnar, bifast hvergi;
og orð er í svip þinn greypt
sem felur í sér vonina: Víst er
það kleift...
Svo spornarðu sárum iljum
við aldanna bergi;
ormsins skolta
mylur sorg þín og heift.
Þegar að lokaorustunni um frið og rétt-
læti kemur þá verða ljóð Þorsteins nýt
vopn, eins og hann ætlar þeim líka að
vera.
Þorsteinn frá Hamri hefur verið heill-
andi skáld allt frá fyrstu bók sinni, en
aldrei held ég að hann hafi sent frá sér
jafnheilsteypt verk og Fiðrið úr sæng
Daladrottníngar. Þarna eru að sönnu
mörg torræð ljóð sem kannski verða
seint almenningseign, en þarna eru líka
ljóð sem ganga beint til lesandans. Form-
lega er Þorsteinn hefðbundnari hér en í
síðustu bókum sínum, stuðla notar hann
mikið en þó ekki þrískipta, rím er al-
gengt listbragð og stundum mjög snjallt.
Með því að nýta sér hefðina eins og
hann gerir getur hann tjáð óróleika og
upplausn með því einu að brjóta sínar
eigin reglur, dæmi um það er ljóðið
Nátttröllið. Þorsteinn notar myndhverf-
ingar og persónugervingar mikið, eins
og hefur komið fram í dæmum hér að
framan. Annað stílbragð er þó fullt eins
algengt hjá honum, ekki síst í 2. hluta
bókarinnar, en það er að segja frá á
einfaldan hátt eða lýsa einhverju með
beinum myndum þannig að lesanda
211