Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Side 102
Tímarit Máls og menningar finnst málið afar auðskilið. A bak við einfaldleikann leynast hins vegar margir torræðir hlutir, í ljóðunum er táknræn dýpt sem erfitt getur verið að kafa. Þetta stílbragð minnir á ljóð Sigfúsar Daðasonar, einfalt mál en flókið tákn- mál. Dæmi um slíkt gætu verið Bann (35), Hvað brast (37), Fjall (44) og Draumur (50). Þorsteinn hefur alltaf tekið hlutverk sitt alvarlega og vandi skáldskaparins er honum hugstæður eins og mörgum öðr- um af hans kynslóð. A þetta minnir hann við og við í bókinni. Kvæðin eru svo margvísleg, segir hann: Mörg eru ljóðin glaðbeitt og græn ofsareið og eldrauð (24) en það er ekki Þorsteins leið. Hann predikar ekki hátt, rímar ekki ræður, en hljótt ofurhljótt hvíslarðu þó að einhverjum heimsins máttugustu orðum. Silja Aðalsteinsdóttir. UNDUR ORÐANNA „Eg segi alltaf færri og færri orð“ stendur einhvers staðar í ljóði eftir Sig- fús Daðason, og óhætt er að segja, að hann hafi staðið við þessa yfirlýsingu. Nú, þegar hann sendir frá sér ljóðabók eftir átján ára þögn, þá er það lítið kver, sem ber hið yfirlætislausa heiti Fá ein ljóð.1 Engin ástæða er þó til að taka þessa fámælsku Sigfúsar sem merki 1 Sigfús Daðason: Fá ein Ijóð. Helga- fell 1977. um það, að hann hafi minna að segja en þeir sem setja saman margar og þykkar bækur, því magn og innihald standa einmitt oft í öfugu hlutfalli hvort við annað, og það má segja mikið án þess að margt sé sagt, samkvæmt regl- unni non multa sed multum. Vegin á ljóðpundara gæm því fá ein orð eins skálds reynzt þyngri á mernnum en heil legíó af orðum annars, og á þetta ekki sízt við um orð Sigfúsar Daðasonar. Hins vegar mætti spyrja sem svo, hvort þessi fámælska sé ekki merki þess, að nú séu „slæmir tímar fyrir lýrík“, eins og Brecht sagði, og að Viðurs þýfi hafi oft reynzt auðsóttara en einmitt nú um þessar mundir, enda bendir allt til þess, að nú séu ekki þeir tímar leysinga og umhleypinga sem helzt mega koma af stað miklum sveiflum í mannssálinni, er síðan leita út í máttugri ljóðlist. Þær kenndir og hugsjónir sem báru uppi ís- lenzkan skáldskap á síðustu öld eru löngu orðnar útþynntar og ósannar og ófærar um að geta af sér mikinn skáld- skap, en þær nýstefnur sem komu fram um og eftir síðustu aldamót sunnar í álfunni hafa ekki átt auðvelt með að festa rætur og bera raunverulegan ávöxt í strjálum byggðum þessa lands. Það kvæði sem almennt er talið helzta tromp nútímaljóðlistar á íslenzku, Tíminn og vatnið, orkar að ýmsu leyti, með öllum sínum stuðluðu „eins og“-setningum hverri ofan á annarri, sem einhvers kon- ar ljóðræn fingraæfing, en öðrum skáld- um hefur hætt við að taka viðleitni nú- timaljóðlistar til að kanna hið ókunna og hálfmeðvitaða sem hvatningu til að taka vakandi hugsun hreinlega úr sam- bandi og láta alla gagnrýni sigla sinn sjó, og svonefnt „opið ljóð“ verður gjarna skálkaskjól fyrir innantóma mælsku. 212
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.