Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Síða 114
Tímarit Máls og menningar án þess að þenja verðbólgubelginn, þrátt fyrir tíðar yfirlýsingar um hið gagnstæða. Opinberir aðilar geta ekki uppfyllt þessa mannréttindaskyldu sína án beinnar eignaraðildar í atvinnufyrirtækjum. Andstæðingar sameignar- fyrirkomulagsins veifa oft dulu ódugnaðar og fyrirhyggjuleysis framan í al- menning til að gera hann andsnúinn opinberri eignaraðild í atvinnurekstrinum. Ekki skal dregið úr þeirri hættu. Hún er ætíð fyrir hendi þar sem menn vinna fyrir annars reikning en sjálfra sín. En einnig þar hafa þverbrestirnir magnast á síðastliðnum árum, ekki hvað síst fyrir atbeina verðbólgubrasksins. Þeir staðir á íslandi þar sem afkoman hefur verið hvað blómlegust undanfarin ár hafa einnig verið þeir staðir þar sem opinber þátttaka í atvinnulífinu hefur verið hvað mest. Annað stórmál eru húsnœðismálin. Ekki endilega að gera þurfi stórátak í nýbyggingum, því mér virðist láta nærri að fjöldi íbúða nægi núverandi íbúa- fjölda. Það þarf að gera fólki auðveldara að skipta um íbúðir heldur en nú er, þannig að einhleypingar þurfi ekki að búa í stórum, dýrum íbúðum sem aðra vanhagar um. Það er húsnæðisbraskið sem kemur í veg fyrir þetta. Þessu braski þarf að útrýma. í þriðja lagi þarf aðalskipulagið nauðsynlegra leiðréttinga við. Það þarf að miða skipulag borgarinnar við þann lífsmáta sem íbúarnir velja sér, tengja saman starf og hvíld, skemmtun og fræðslu, þannig að úr verði ein lífræn heild. Umfram allt þarf að gera borgina skemmtilegri, þannig að umhverfið hafi örvandi og hvetjandi áhrif á sköpunargáfu íbúanna og menningarlífið í borginni. Hér er ekki staður til ýtarlegrar upptalningar enda nánast ekki þörf, heldur drepið á nokkur atriði sem hljóta að verða veigamikill hluti þeirrar verkefna- skrár sem meirihlutinn kemur sér saman um og er um leið fyrsti þáttur þess mikla pólitíska uppgjörs sem er að fara fram í landinu. Gjörningaveðri kalda stríðsins er endanlega lokið og þar með blindum átrún- aði á óheft, frjálst framtak. Almenningur er orðinn gagnrýnni og er ekki reiðubúinn til að kyngja öllu sem að honum er rétt, jafnvel ekki af eigin flokki. Gömlu flokksviðjarnar eru brostnar. íslensk stjórnmál verða aldrei söm og jöfn eftir byggðakosningarnar 28. maí s.l. Nú er það verkalýðshreyfingarinnar — pólitískt sem faglega — að sanna getu sína og pólitíska framsýni. Hún á næsta leik. Þ. Ó. „Ádrepur" eru vettvangur frjálsra skoðanaskipta. 224
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.