Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 42. ÁRG. ■ 3. HEFTI • OKTÓBER 1981
Þórarinn Guðnason
Magnús Kjartansson
útfararrœða 6. ágúst 1981
Vötnin byltast að Brunasandi,
bólgnar par kvikan gljúp;
landið ber sér á breiðum herðum
bjartan og svalan hjúp;
jötunninn stendur með jámstaf í hendi
jafnan við Lómagnúp,
kallar hann mig, og kallar hann pig. ..
kuldaleg rödd og djúp.
Við komum hingað í dag til þess að kveðja Magnús Kjartansson. Röddin
djúpa og kuldalega kallaði hann burt 28. júlí, aðeins 62 ára að aldri. Hann
veiktist alvarlega fyrir nokkrum árum og bar aldrei sitt barr líkamlega
eftir það, en síðan rak hver sjúkdómshrinan aðra, uns kraftarnir þrutu að
fullu og öllu.
A kveðjustund er margs að minnast. Gönguferðir úti í náttúrunni, og
Magnús ævinlega fremstur í flokki, sterkur og fótviss, þrunginn lífskrafti
og áhuga á öllu, sem ber fyrir augu og eyru. Fjöldagöngur undir blaktandi
fánum og Magnús í ræðustóli, mikilúðlegur, hvetjandi og alvarlegur.
Góðra vina fundir á heimili Magnúsar og Kristrúnar, glaðværð og
gamanmál, bók tekin út úr skáp og rifjaður upp góður texti í bundnu
máli eða lausu, og kvöldin líða alltof fljótt. Bjartir og hlýir sumardagar í
Kaupmannahöfn, Magnús í hjólastól, en kátur og hress, ausandi af
TMM I
249