Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 96
Tímaril Máls og menningar — Já, í mörg ár. — En hvað ?... — Hann fór að drekka. — Það eru margir læknar sem gera það. — Hann var kominn í pillurnar. — Margir læknar gánga fyrir pillum. — Hann var byrjaður að sprauta sig . . . — Var það alvarlegt? Níls gróf eftir flöskunni og þurrkaði moldina af stútnum áður en hann rétti mér hana. — Nóg til þess að hann varð að maðki. Einn morguninn þegar ég vaknaði lá hann á dýnunni sinni og var orðinn kaldur. . . ég náði ekki penslinum úr hendinni á honum . . . það var ekkert annað hægt að gera en að kalla á sjúkrabíl. . . blátt ljós og babú. Þegar búið var að jarða hann fór ég híngað og fékk vinnu i kirkjugarðinum . . . ég hef varla drukkið síðan, eða í það minnsta hef ég mætt í vinnuna á hverjum degi. Bárður hefur í raun og veru bjargað lífi mínu tvisvar sinnum . . . — Atti hann fjölskyldu? — Já, hann átti konu og þrjú börn . . . bjó í fínu einbýlishúsi úti í Albertslundi. En konan fór frá honum þegar hann missti réttindin. Þá byrjaði hann að mála, þá var hann loksins orðinn frjáls . . . Frjáls. Bárður talaði mikið um frelsið. Eitt málverk eftir hann sýnir gáskafullan únglíng hlaupa úti í skógi og veiða fiðrildi í framréttar hendur sínar. Sumir sögðu að þessi mynd táknaði frelsið. En Bárður var á öðru máli. Þegar fiðrildið sleppur úr greip únglíngsins og flýgur út úr málverkinu, þá getum við talað um frelsi, sagði hann. Þannig kenndi Bárður að frelsi fyrir einum væri sama og ánauð fyrir öðrum. Þetta er skrítið orð, Íslendíngur. Þótt það spanni allt það sem kærast þykir hefur ekkert orð á samvisku sinni meiri hörmúngar. Hvarvetna er þjáníngin fylgifiskur þess, og undir frelsisfánum hefur mannkynið horft á heilar þjóðir þurrkaðar út eins og óþörf blýantstrik í heimsmyndinni. I nafni frelsis hafa borgir verið jafnaðar við jörðu . . . og yfir fljúga ernir og horfa á brostin augu í húsarúst sem bera þess vitni að styttra er frá frelsi til þjáníngar en milli vinstri og hægri handar. Þannig er nú það Íslendíngur. Hefurðu hugleitt 342
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.