Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 72
Dagný Kristjánsdóttir Þorvaldur Kristinsson Þetta er ekki LIST Ýmislegt hefur verið skrafað um konur og bókmenntir upp á síðkastið og margt hefur flogið þar fyrir sem við erum ekki sátt við. Við erum ekkert að þykjast vera hlutlaus í því máli; bæði erum við eða höfum verið virk í þeirri frelsisbaráttu „minnihlutahópa" sem háð hefur verið misskörulega síðasta áratuginn. Við lítum þannig á bókmenntirnar, sem sprottið hafa úr jarðvegi þessarar baráttu, sem „okkar bókmenntir“ og viljum að sjálfsögðu hlut þeirra sem mestan. Hins vegar eru þær ekki heilagar í okkar augum og við teljum alla málefnalega umræðu um þær af hinu góða og viljum líta á þessa grein sem framlag til hennar. Stelpubœkur og strákabœkur Af hverju þarf að vera að skipta bókmenntunum í kvenna- og karlabókmenntir? Erum við ekki manneskjur öll saman? Eru bókmenntirnar ekki „sameiginlegur sjóður“ sem rithöfundar leggja og sækja í — eins og þeir hafa raunar alltaf gert? Slikar spurningar hafa verið bornar fram og við teljum rétt að byrja umræð- una á þeim. I grein um kvenlega reynslu og bókmenntir í Þjóðviljanum 25. apríl þessa árs lýsir Árni Bergmann yfir skilningi sínum á gildi þess að konur miðli reynslu sinni í bókmenntunum, reynslu sem vegna félagslegrar stöðu þeirra hefur orðið undir á þeim vettvangi. I greininni vill hann síðan setja orð Svövu Jakobsdóttur um leit sína að kvenlegri frásagnaraðferð i víðara samhengi og bendir á að hliðstæðar aðferðir hafi dugað „öllum þeim, körlum sem konum, sem þurfa að brjótast undan fargi hefðar" og finnst okkur allt gott um þá útfærslu að segja. En í greinarlok þykir okkur Árni þó ganga nokkuð á snið við orð sín um stöðu kvenlegrar reynslu þegar hugleiðingin um frásagnaraðferðina verður til þess að hann horfir fram hjá vanda allra andófsbókmennta við að höggva skörð í múr ríkjandi gildismats og sigrast á hefðbundnu bókmenntamati sem alltaf finnur sér einhver fagurfræðileg rök til að hundsa þær og lítilsvirða. Árni segir m. a. : 318
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.