Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 89
liafa kvennabðkmenntir se'rstöðu?
því að mannkynið er í eðli sínu samkyns, þótt viljinn og uppeldið mótmæli því.
Svo virðist sem hið skapandi eðli byggist að einhverju leyti á slíkum mótsögn-
um; en sumar mótsagnir eru skapandi mótsagnir, aðrar mótsagnir eru letjandi,
og er hugur listamanna oft troðfullur af skapandi mótsögnum, en mótsagnir í
huga hversdagsmannsins vekja tíðum hugarvil og eru andlega letjandi og orsök
sálrænna sjúkdóma. En meðan mannkynið viðurkennir ekki sitt sanna eðli, eðli
samkynsins, þá veltist það eðlilega í eilífum fremur letjandi mótsögnum. Á slíkt
einkum við hinn þróaða, skólagengna og kannski menntaða mann, hinn
frumstæði maður leysir tiðast mótsagnir sálarlífsins með brjóstvitinu einu og
eðlisávísun sinni, sem hinn upplýsti maður hefur tíðum glatað að mestu, vegna
þess að hann hefur fundið upp og notar hjálpargögn sem leysa hinn vélræna þátt
eðlis hans af hólmi, og þannig gerir hann bæði brjóstvitið og eðlisávísunina
þarflitla: hann er sífellt að greina í sundur, aðskilja og flokka. Þannig veldur
hann sundrung, bæði andlegri og félagslegri, sem hann síðan furðar sig á og
ræður ekki við andlega fyrr en hann finnur upp formúlur fyrir efnablöndun lyfja
sem bæta versta sálræna skaðann. Með þessu móti verður vítahringurinn að
heimkynni mannsins og og hæli.
Engar bókmenntir hafa sérstöðu, öllum bókmenntum er það sameiginlegt að
þær fjalla um eilíf vandamál mannsins, hvort sem þau eru smá eða stór,
auðvirðileg eða yfirborðskennd eða þau liggja á miklu dýpi. Skáldið er eins og
sjómaðurinn sem dorgar í lítilli kænu, í von um að hann geti veitt það sem sefur
í djúpinu og sýnt það öðrum — og haft af því sitt viðurværi, annaðhvort á
torgum eða í sölum.
335