Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
Hún gat ekki ímyndað sér að nokkur hefði fleygt þessu djásni.
En hver hefur týnt honum? spurðum við öll undrandi með augunum.
Við horfðum ráðþrota á hanskann. Ekki þurfti að leiða getum að því, að
einhver grindvíkingur hefði týnt jafn dýrmætum hanska. Fólk týndi yfir
höfuð aldrei neinu og fann þess vegna fátt. Við börnin fundum þó stöku
dósir, reknar á fjöru frá fjarlægum löndum, og kannski stöku bindisnælu
fyrir utan sjóbúð á annan í páskum. Þann dag höfðu sjómenn fyrir sið að
drekka og berjast með báðum hnefum og brjóta kjaftana hver á öðrum. í
slíkum slagsmálum datt oft af þeim bindisnælan og greiðan.
Páskarnir voru löngu liðnir og komið fram á sumar. Fundni hanskinn
var þess vegna hrein ráðgáta og annars konar ytri vandi en við áttum að
venjast.
A þessum árum lagði aldrei fint, hanskaklætt fólk leið sína til
Grindavíkur, síst í austurhverfið til okkar. Þar lét aðkomufólk ekki sjá sig,
að ótalinni konunni sem barði oft að dyrum i byrjun sumars. Hún kom
þeirra erinda að selja fólki slitin föt af betri borgurum í Reykjavík, en þó
einkum af sonum þeirra. Þeir voru allir við nám. Konan var heldur
óvelkomin hjá okkur strákunum. Óvinsældirnar og jafnvel hatrið til
hennar stöfuðu einkum af því að sportjakkafötum hinna menntuðu
borgarabarna fylgdu oftast pokabuxur, buxur sem voru sambland af poka
og pilsi. I þannig flík vildum við ekki fara, af ótta við að hinir eldri og
reyndu færu að efast um kynferðið og kvelja okkur.
Betri borgarar og börn þeirra komu kannski aldrei til Grindavíkur til
að ganga um fjörur um helgar og tína skeljar af ótta við að sjá sína ytri
fatagerð á auðsæilega gjörólíku líkamsformi, svo ekki sé minnst á hugs-
unina. Kannski hefðu þeir ekki þolað að horfa upp á hvernig við breytt-
um með tíð og tíma, barn eftir barn, hinum vönduðu flíkum í hreina
garma en vel bætta. Utsendari þeirra hafði fyrir sið að opna fatapakkann
sinn með virðuleik og lausu hjali. Pakkinn lá á eldhúsborðinu og konan
dró varlega á handlegg sér hin nýburstuðu föt, dustaði ekkert af þeim en
dustaði samt, með öfugri og fínni handbeitingu, puttunum sem fettust
aftur, og lagði svo lófann ákveðin á fatabunkann og sagði:
Þetta eru ekki aldeilis dónalegar flíkur, enda af. . . og síðan nefndi hún
hátíðleg á svip hið göfuga nafn sem sjaldan endaði á son. Að svo búnu
284