Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 30
Tímarit Máls og menningar
aðeins að ná til Islands, heldur einnig til Færeyja og Grænlands, þótt þessi
grannlönd okkar beri sjaldnar á góma í umræðunni.
íslendingar verða að átta sig á þeirri staðreynd að fram er komin stefna, sem
felur í sér aðskilnað hinna fámennu fiskimannaþjóða í norðanverðu Atiantshafi
frá öðrum frændþjóðum hvað snertir aukna vörn gegn ógnunum gereyðingar-
stríðsins. Kjarnorkuvopnalaust svæði, sem einungis væri bundið við hinar fjórar
stóru þjóðir í hópi Norðurlandanna, hlyti að auka þrýsting stórveldanna á
fámennu fiskimannaþjóðirnar sem væru utan svæðisins. Norðurlöndin fjögur
væru því að kaupa sér grið á kostnað litlu eyríkjanna. Slikur atburður yrði
hrikaleg mótsögn við sameiginlega menningu, sögu og lýðræðislegan arf
Norðurlandanna og í andstöðu við þróun stjórnmálalegrar samstöðu ríkjanna á
undanförnum áratugum. Það er brýn nauðsyn að ræða afmörkun hins kjarn-
orkuvopnalausa svæðis. Sú umræða þarf að leiða til sameiginlegrar niðurstöðu
um að hvorki sé efnislega rétt né vænlegt til árangurs að kljúfa eyþjóðirnar þrjár
frá meginlandaþjóðunum f)órum.
Við verðum að hafa forystu um að íslendingar, Færeyingar og Grænlend-
ingar geri sameiginlega kröfu til að verða hluti hins kjarnorkuvopnalausa
svæðis. Sú krafa yrði studd bæði menningarlegum og stjórnmálalegum rökum.
Hún yrði einnig byggð á greiningu á tengslum norrænu NATO-ríkjanna við
kjarnorkuvopnakerfi Bandaríkjanna. Á grundvelli hernaðarraka verður vart
dregin eðlileg lína á þann veg að Noregur og Danmörk séu talin sjálfsagður
hluti hins kjarnorkuvopnalausa svæðis en íslandi, ásamt Færeyjum og Græn-
landi, skipað að vera utangarðs.
Kjamorkuvopnakerfið á Norður-Atlantshafi
Á síðustu tuttugu árum hefur hernaðaruppbyggingin á Norður-Atlantshafi
verið fyrst og fremst grundvölluð á mikilvægi kjarnorkuvígbúnaðar, þar sem
gagnkafbátahernaður og flughernaður gegna lykilhlutverki. Þessi uppbygging
hefur myndað hlekk í svokölluðu „ógnarjafnvægi“ kjarnorkuveldanna. Sérhver
megináfangi uppbyggingarinnar hefur mótast af tækniþróun kjarnorkuhern-
aðarins. Mannaflinn sjálfur, þjóðerni hans og einkennisbúningar, hafa skipt
minna máli. í löndunum, sem liggja að Norður-Atlantshafi — Noregi, íslandi,
Færeyjum, Grænlandi og Bretlandseyjum — hefur verið komið upp umfangs-
mikilli þjónustuaðstöðu við kjarnorkukafbáta. Hlustunarkerfi í hafdjúpum og
miðunarstöðvar í landi auðvelda nákvæma beitingu kjarnorkueldflauga.
Flugfloti, sem ýmist aðstoðar við kafbátaleitina eða er ætlaður til árása, nýtur
276