Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 10
Rögnvaldur Finnbogason
Gunnar Benediktsson
- IN MEMORIAM -
Frá æsku minnist ég þess að rætt var um boðskap meistarans frá Nazaret á
mjög ókirkjulegan eða óguðfræðilegan hátt, enda var sú umræða ekki
uppi höfð af guðfræðingum heldur kreppuhrjáðum erfiðismönnum.
Þegar öllu væri á botninn hvolft kynni þessi boðskapur að vera meira í ætt
við bolsévisma Alþýðublaðsins heldur en auðhyggju Morgunblaðsins —
og fyrir því borinn klerkur norður í Eyjafirði. En þetta var á kreppu-
árunum — fyrir stríð eins og nú er sagt. Þetta var fyrsti andblærinn sem
mér barst af skoðunum sr. Gunnars Benediktssonar.
Eg hef verið beðinn að setja á blað nokkrar línur til minningar um
þennan mann, Gunnar Benediktsson, og senn liðin hálf öld frá þessum
árum — og ég spyr sjálfan mig hvað segja skuli. Er eitthvað fleira að segja
en það sem hið forna skáld mælir við Drottin: Þú eyðir þeim, þeir sofna,
þeir er að morgni voru sem gróandi gras. Að morgni blómgast það og
grær, að kvöldi fölnar það og visnar? Eða var það kannski eitthvað annað
og meira sem mig langaði að segja við verkalok þessa mæta manns en það
eitt, að hann væri nú sem fölnað blóm eða visnað gras?
Gunnar Benediktsson hefur skilið eftir sig þau verk sem gera hann um
langa framtíð lifandi meðal okkar þótt hann sé horfinn okkur sýn, þvi að
menn honum líkir halda áfram að lifa þótt þeir hnigi og falli í fang-
brögðum sínum við elli.
Milli okkar Gunnars voru rúmir þrír tugir ára, og örlögin höguðu því
löngum þannig að milli okkar voru landsfjórðungar líka. En við kynnt-
umst og fundum okkar bar saman nokkrum sinnum eftir að ég varð
prestur. í bókinni Skriftamál uppgjafaprests hefur Gunnar gert allgóð skil
þeirri innri baráttu og þeim ytri atvikum sem urðu til að breyta lífshlaupi
hans, þegar hann lætur af prestskap og gerist rithöfundur og boðberi
sósíalisma og nýrra samfélagshátta. Fyrir þeim sem hrjáður hefur verið af
sömu efasemdum og uppreisnarhug sem Gunnar Benediktsson verður
256