Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar
getur nú hver maður verið „skapandi", ef hann eignast fé fyrir myndvörpu,
hefur aðgang að ljósritunarvél eða hugurinn gengur örlítið úr skorðum, þvi
nefndur fær þá að stunda smáa handmennt á hinum ýmsu og rólegu geðdeild-
um. Við slíkar deildir starfar nú sægur af misheppnuðum listamönnum undir
starfsheitinu kennarar. Geðlæknar nútímans vita að listhneigð, sem áður var
álitin geggjun og listamenn brjálaðir, er æðsta tegund af andlegri heilbrigði.
Þess vegna hefur heilbrigður, misheppnaður miðlungsmaður heillarík áhrif á
fólk sem er misheppnað og hefur verið tæmt, enda þekkir miðlungsmaðurinn af
eigin raun hvað það er að vera misheppnaður án þess hugurinn hafi brostið
alvarlega, og hann hefur þess vegna greiðan og læknandi aðgang að sálarlífi hins
sjúkra. I heimi þar sem notagildið er allsherjar viðmiðun er hampað þeirri hand-
menntalist sem opnar taugaveikluðum leið til sjálfstjáningar og þess að hljóta
örlitla útrás. En við slíkt þjóðfélagsástand er listinni meinað að ná slíkri hæð að
hinir biluðu fái minnimáttarkennd, því þá þurfa þeir aftur á nýrri, rándýrri
listlækningu að halda. ísland er á hraðri leið með að fylla flokk þjóða Skandin-
avíu, þar sem jafnaðarmannahugsjónin hefur komist á það endastig að gera
alla jafn taugaveiklaða miðlungsmenn, undir vægu eftirliti ríkis og geðverndar.
Úr þessum hræðilega andlega mel í lok aldarinnar hafa sprottið hugtökin
karla- og kvennabókmenntir, einkum meðal menntaðra kvenna sem villst hafa
úr borgarastétt inn í raðir vinstrimanna, og hafa þær hreiðrað þar um sig af svo
borgaralegri hagsýni, oft í hálfmisheppnuðum hjónaböndum, að þær verða
hvorki miklar né misheppnaðar, heldur nærast þær og fitna á meðalmennsk-
unni, sem sér þeim fremur fyrir stöðugu ergelsi en uppreisn. Slíkt hefur lengi
verið keppikefli borgarans, einkum í löndum þar sem menningin er á nýlendu-
stigi og þjóðin undir hæli stórþjóðar.
Fljótt á litið virðist flokkunin í karla- og kvennabókmenntir hafa yfir sér ofur
sakleysislegt yfirbragð. Þó er óþarft að rýna lengi til að reka augun í sölu-
sjónarmiðið sem er hér á ferðinni. Rithöfundar, konur og karlar, fetta ekki
fingur út í flokkunina, vegna vonar um að bækur þeirra verði dregnar í dilk
annars hvors flokksins og það tryggi sölu. Réttlætiskröfur listamanna nútímans
eru varla aðrar eða merkilegri en þær, að þeim sé tryggð hæfileg greiðsla fyrir
verk sín. Ef þetta “rit-, tón- eða myndverkafólk“ (sem það kýs oft að kalla sig,
því einnig smjaðrar það fyrir alþýðunni) minnist á mannsæmandi líf, þá á það
fráleitt við hið andlega, heldur hitt: hvað það hljóti mikið í launaumslagið.
Bókmenntir og listir hafa smám saman glatað sinni fornu sérstöðu, þeirri að
vera á vissan hátt uppreisn andans, andóf gegn leit eftir veraldlegum gæðum, og
leit þjóða og einstaklingsins að frjálsræði, siguróp hans gegn hvers kyns bind-
332