Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 97
Bárður kari skattur
það að frá því frelsið var fundið upp hefur það þurft að nærast á blóði
í ríkari mæli en önnur orð, bara til þess að halda lífi og sanna tilveru sína?
Hefurðu hugsað út í það að mestu myrkraverk mannkynssögunnar eru
teingd þessu afstæða hugtaki ?
— Nei.
— Það hafði ég heldur ekki gert fyrr en ég kynntist Bárði. Allt hans líf
var glíma við þetta eina orð . . . og að lokum féll hann fyrir því.
Við þögðum báðir dálitla stund, uppteknir af okkar eigin hugsunum.
— Hvern á að jarða i þessari gröf sem við sitjum í? spurði ég allt í einu.
Níls fór í vasa sinn og tók upp snjáðan miða.
— Eg veit ekki hver það er, en kistan á að koma híngað klukkan eitt.
Það er sjálfsagt einhver Færeyíngur.
Mér fannst eins og umræðuefni okkar væri lokið og stóð því á fætur. í
dag yrði hvít kista látin síga á spor mín.
— Ertu að fara strax? spurði NíJs.
— Já, ég þarf að koma mér heim.
— Þú getur alltaf fundið mig hérna ef það er eitthvað sem þig lángar
til að vita um kirkjugarða, ég hefði bara gaman af því að sjá þig.
— Hvernig líst þér á að ég komi hér einhvern daginn og fái að fara
með þér um borð í bátinn þar sem þið Bárður bjugguð, mig lángar til þess
að sjá málverkin hans.
— Þú getur komið hvenær sem er, ég skal fara með þér.
Við tókumst í hendur þarna niðri ígröfinni og ég þakkaði honum fyrir
góðgerðirnar. Þegar hann sá að ég átti erfitt með að komast upp, sagði
hann mér að stíga upp i lófana á sér. Síðan lyfti hann mér upp úr gröfinni
og ég endurheimti öryggi mitt á ný.
Ég leit á svarta legsteininn og velti því fyrir mér hvort sagan um Bárð
væri sönn. Eitt andartak efaðist ég og leit á Níls til þess að spyrja hann
hvort ég mætti trúa honum. En á samri stundu hætti ég við það. Þess í
stað veifaði ég til hans og ákvað að koma seinna og fara með honum um
borð í bátinn.
Þegar ég kom heim varð mér ekkert úr verki, en sat við gluggann og
hugsaði um það sem okkur Níls hafði farið á milli niðri í gröfinni. Þegar
klukkan var að verða eitt fór ég aftur út í kirkjugarðinn til þess að gánga
343