Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 33
Verða lsland. Fareyjar og Grœnland . . . Island mynda einnig mikilvæga hlekki í radarkerfi Bandaríkjanna og banda- lagsríkja þeirra, ísland í DEW-línunni og Noregur í NADGE-kerfmu. Banda- ríkin hafa á undanförnum árum haft tvær AWACS-vélar á íslandi, en þær eru búnar tækjum til stýringar og samhæfingar á árásarflugflota. Bandarikin hafa auk þess aðstöðu fyrir Phantomorustuþotur í Keflavík og mörgum flugvöllum í Noregi er ætlað að gegna sams konar hlutverki með skömmum fyrirvara. Á spennutímum eru eldsneytaforðabúr, fjölþættar birgðageymslur og flugvellir Bandaríkjunum til reiðu i Noregi á sama hátt og íslandi. Munurinn er einfald- lega sá, að á Islandi eru það bandarískir hermenn sem reka þessa starfsemi en norsk stjórnvöld hafa komið tengslum Noregs við kjarnorkuvopnakerfi Bandaríkjanna fyrir með flóknari og að sumu leyti þróaðri hætti. Tækin og aðstaðan hafa flutt Noreg, líkt og ísland, inn í kjarnorkuvígbúnað Bandaríkj- anna. Á grundvelli hernaðarröksemdanna verða ísland og Noregur því að vera sömu megin við mörk hins kjarnorkuvopnalausa svæðis, annaðhvort bæði löndin innan eða bæði löndin utan svæðisins. Kjamorkuvígbúnaður á Norðurlöndum Þótt óvíst sé um staðsetningu sjálfs helvopnsins er hitt ljóst, að burðar- og stuðningskerfum kjarnorkuhernaðarins hefur verið komið upp á vegum allra NATO-Norðurlandanna þriggja. Að þessu leyti er enginn grundvallarmunur á Noregi, íslandi og heimastjórnarsvæðunum í danska ríkinu, Færeyjum og Grænlandi. Þau fléttast öll inn í vefinn. íslenska, norska og dansk-færeyska- grænlenska SOSUS-kerfið eru hluti af alþjóðlegu hlustunarneti Bandaríkjanna sem nær frá ströndum Ameríku gegnum Atlantshaf til Miðjarðarhafsins og meðfram ströndum Asíuríkja. I Noregi, á Jan Mayen, á íslandi og i Færeyjum eru svo miðunarstöðvar og radarstöðvar, sem eru tengdar innbyrðis og við tölvustýrðar heimsstöðvar stórveldisins, sem frægar urðu í fréttum síðasta vetur, þegar þær gáfu falska viðvörun um árás og gangsetning kjarnorkuvigbúnaðarins var komin af stað. I Noregi, Islandi og Grænlandi eru svo flugvellir sem ætlaðir eru vélum i kjarnorkuflugflota stórveldisins. Greining á hinni hernaðarlegu aðstöðu sýnir, að enginn slíkur eðlismunur er á NATO-Norðurlöndunum þremur, að hægt sé við mótun stefnu um kjarn- orkuvopnaleysi Norðurlanda að draga svæðislínu á þann hátt, að NATO-löndin verði klofin sundur. Tækjabúnaðurinn og aðstaðan er í löndunum þremur ýmist af sama tagi eða nátengd. Þau tilheyra öll herstjórnarsvæði Bandarikjanna. 279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.