Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 33
Verða lsland. Fareyjar og Grœnland . . .
Island mynda einnig mikilvæga hlekki í radarkerfi Bandaríkjanna og banda-
lagsríkja þeirra, ísland í DEW-línunni og Noregur í NADGE-kerfmu. Banda-
ríkin hafa á undanförnum árum haft tvær AWACS-vélar á íslandi, en þær eru
búnar tækjum til stýringar og samhæfingar á árásarflugflota. Bandarikin hafa
auk þess aðstöðu fyrir Phantomorustuþotur í Keflavík og mörgum flugvöllum
í Noregi er ætlað að gegna sams konar hlutverki með skömmum fyrirvara. Á
spennutímum eru eldsneytaforðabúr, fjölþættar birgðageymslur og flugvellir
Bandaríkjunum til reiðu i Noregi á sama hátt og íslandi. Munurinn er einfald-
lega sá, að á Islandi eru það bandarískir hermenn sem reka þessa starfsemi en
norsk stjórnvöld hafa komið tengslum Noregs við kjarnorkuvopnakerfi
Bandaríkjanna fyrir með flóknari og að sumu leyti þróaðri hætti. Tækin og
aðstaðan hafa flutt Noreg, líkt og ísland, inn í kjarnorkuvígbúnað Bandaríkj-
anna. Á grundvelli hernaðarröksemdanna verða ísland og Noregur því að vera
sömu megin við mörk hins kjarnorkuvopnalausa svæðis, annaðhvort bæði
löndin innan eða bæði löndin utan svæðisins.
Kjamorkuvígbúnaður á Norðurlöndum
Þótt óvíst sé um staðsetningu sjálfs helvopnsins er hitt ljóst, að burðar- og
stuðningskerfum kjarnorkuhernaðarins hefur verið komið upp á vegum allra
NATO-Norðurlandanna þriggja. Að þessu leyti er enginn grundvallarmunur á
Noregi, íslandi og heimastjórnarsvæðunum í danska ríkinu, Færeyjum og
Grænlandi. Þau fléttast öll inn í vefinn. íslenska, norska og dansk-færeyska-
grænlenska SOSUS-kerfið eru hluti af alþjóðlegu hlustunarneti Bandaríkjanna
sem nær frá ströndum Ameríku gegnum Atlantshaf til Miðjarðarhafsins og
meðfram ströndum Asíuríkja. I Noregi, á Jan Mayen, á íslandi og i Færeyjum
eru svo miðunarstöðvar og radarstöðvar, sem eru tengdar innbyrðis og við
tölvustýrðar heimsstöðvar stórveldisins, sem frægar urðu í fréttum síðasta vetur,
þegar þær gáfu falska viðvörun um árás og gangsetning kjarnorkuvigbúnaðarins
var komin af stað. I Noregi, Islandi og Grænlandi eru svo flugvellir sem ætlaðir
eru vélum i kjarnorkuflugflota stórveldisins.
Greining á hinni hernaðarlegu aðstöðu sýnir, að enginn slíkur eðlismunur er
á NATO-Norðurlöndunum þremur, að hægt sé við mótun stefnu um kjarn-
orkuvopnaleysi Norðurlanda að draga svæðislínu á þann hátt, að NATO-löndin
verði klofin sundur. Tækjabúnaðurinn og aðstaðan er í löndunum þremur
ýmist af sama tagi eða nátengd. Þau tilheyra öll herstjórnarsvæði Bandarikjanna.
279