Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 45
Dœmisaga um hanska
hafði gengið að eiga dóttur kaupmannsins sem átti Grindavík að mestu
og öll pöntunarfélögin voru stofnuð gegn. Og kaupmaðurinn þoldi ekki
að sá blettur félli á fjölskyldu hans að bróðir tengdasonar síns yrði rekinn
frá kennslu af konu sem ætti hálfóskilgetin börn. í þessu máli gilti einu
hvort kennarinn væri kommúnisti.
Konan hætti að skipta við kaupmanninn. Hún gerðist handgengin
pöntunarfélaginu. En kennarinn skákaði nú í skjólinu og færði sig upp á
skaftið eftir því sem leið á veturinn. Hann byrjaði að lesa Verndarengl-
ana eftir Jóhannes úr Kötlum yfir krökkunum, sem urðu að hlusta
hvað sem mæðurnar sögðu vegna þess að presturinn kvað þau vera
skólaskyld.
Þannig var að kaninn brenndi talsvert af olíu, sem kom til hans í
grænum brúsum. Tómu brúsunum var hlaðið í háa stafla fyrir innan
víggirðinguna sem lá fram með slóðinni út að bryggju. Þegar bátarnir
komu úr róðri og börnin færðu feðrum sínum mat í skúruðum fyrrver-
andi málningardollum, þá gengu þau ævinlega fram hjá brúsastöflunum.
Strákana dreymdi um að eignast allan brúsastaflann, svo hægt yrði að
skera upp brúsana og smíða sér báta. Einhverra hluta vegna hugkvæmd-
ist kananum ekki að gefa krökkunum brúsana sem hægt hefði verið að
smíða úr herskipaflota og sökkva með grjótkasti og hrópa:
Niður með nasistann Hitler. Upp með kanann. Og húrra!
Svo var það einhverju sinni um vetur, í miklu roki og þeim ógurlega
garra sem ævinlega er í Grindavík, að kennarinn sat við púltið og las
endalaust Verndarenglana eftir Jóhannes úr Kötlum yfir krökkunum.
Hann virtist vera sannfærður um að list Jóhannesar mundi leiða barns-
hugann frá hernum, á vit gagnrýninnar hugsunar, einkum svo stelpurnar
færu ekki í ástandið eftir fermingu. En um leið ögraði kennarinn for-
eldrum barnanna með sífelldum lestri bókarinnar, öruggur um að hin
volduga fjölskylda sem bróðir hans hafði kvænst inn í mundi verða
ævinlega hans verndarengill.
Nú las kennarinn óspart úr Verndarenglunum. Hann þurfti að brýna
röddina svo hún yfirgnæfði lætin í veðrinu og hinn eilífa slátt spjaldsins í
loftopinu á ofninum, sem ekkert hitnaði. Vindur var hvass og það hrikti
í gluggum. I þannig veðrum verða sjómannsbörn syfjuð, einsog feður
291