Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar „bjarga komandi kynslóðum frá svipu styrjalda", svipu sem „hefur tvívegis á einni mannsævi fært mannkyni ólýsanlegar hörmungar“. Sáttmáli sem átti að endurreisa trú okkar á grundvallarmannréttindi, „á vernd og sjálfsvirðingu hvers einstaklings“. Sex vikum seinna var kjarnorkusprengjum varpað á Hirósima og Nagasakí! Viðbrögðin voru undarlega lágvær, jafnvel sljó. Þetta á sér ýmsar skýringar. Styrjöldin hafði geysað á öllum vígstöðvum i fimm ár og haft sljóvgandi áhrif á okkur öll. Léttirinn yfir þvi að henni væri lokið var mikill, meiri en svo að efasemdir kæmust að. Henni lauk með algerum ósigri árásarríkjanna. Það voru Bandaríkjamenn, bandamenn okkar, hin mikla fyrirmynd, sem höfðu stigið þetta sögulega skref. Hvað hefði gerst ef Hitlers-Þýskaland hefði unnið kapp- hlaupið um kjarnorkusprengjuna? Það var ekki fyrr en seinna, þegar nákvæmari frásagnir bárust um áhrif þessara kjarnorkuárása, að efasemdir létu á sér kræla. Hugsanlegar afleiðingar þessa hræðilega upphafs kjarnorkualdar fóru að verða okkur ljósar í öllum sínum hryllingi. Var það í raun og veru nauðsynlegt að prófa þessa sprengju á mannabyggð svona alveg í stríðslok? Eftir skilyrðislausa uppgjöf Þjóðverja í april 1945 höfðu Japanir allan heiminn á móti sér. Var það rétt að japanska stjórnin hafi þá þegar verið farin að leita fyrir sér um friðarsamninga með hjálp milligöngumanna? Hvers vegna var nauðsynlegt að sprengja Nagasakí 3 dögum eftir að áhrif kjarnorkusprengjunnar á Hírósíma höfðu gert allan heiminn agndofa? Var það vegna þess að herstjórn Bandaríkjamanna vildi prófa bæði úransprengjuna yfir Hírósíma og plútónsprengjuna yfir Nagasakí til að geta borið áhrif þeirra saman? Eða var það til að sýna og sanna Sovétríkjunum að Bandaríkin væru voldugasta stórveldið? Við fáum aldrei svar við þessum og þvílíkum spurning- um. En sá hreinskilni maður Truman forseti hélt því fram til dauðadags að það hefði verið nauðsynlegt að grípa til kjarnorkusprengjunnar til að binda endi á stríðið og bjarga mannslífum. Og jafnvel árið 1978 lýsti McGeorge Bundy, þekktur frjálslyndur stjórnmálamaður, svipaðri skoðun sinni. Hann sagði: Bandaríkjamenn beittu þessu vopni tvisvar til að binda endi á stórstyrjöld sem aðrir áttu upptök að. Sú ákvörðun verður umdeild um alla framtíð og ég ætla ekki að eyða tímanum í að endurtaka þau rök sem til hennar lágu. Mér finnast þau sannfærandi. En . . . hvort sem ákvörðunin var rétt eða röng þegar hún var tekin hefur hún haft mikil og jákvæð áhrif á þeim þrjátíu og þremur árum sem síðan eru liðin. Við vitum nú og höfum vitað frá fyrsta andartaki hvílíkan eyðingarmátt sprenging jafnvel ófull- kominnar kjarnorkusprengju getur haft á þéttbýli.3 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.