Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 79
Guðbergur Bergsson
Hafa kvennabókmenntir sérstöðu?
Ég veit ekki hvort bókmenntir eða listir yfir höfuð eru af ákveðnu kyni, en
vissulega hafa þær sitt séstaka eðli, sem er hluti af mannsandanum. Orðin list og
bókmennt eru að vísu kvenkynsorð, en orðum og útliti hluta og hugtaka reynist
oft kynlega erfitt að tjá innihald sitt, það er: að tjá eðli mannsins og gerð.
Sjálfum hefur mér oft fundist að bókmenntir samtímans séu harla andlega
daufar, og að þær séu fremur kynlausar eða þá hvorugkyns í andanum en hitt, að
þær séu annað hvort karl- eða kvenkyns. Og á það jafnt við bókmenntir
skrifaðar af körlum og konum.
Það að samtímabókmenntir séu auglýstar með hávaða annars hvors kynsins
bendir til þess, að minni hyggju, að þær séu í eðli sinu svo kynsmáar og daufar
að ástæða þyki að vekja athygli á eðli þeirra eða kyni, ef eitthvert er. Herskáastar
hafa þær auglýsingar verið og umræður, sem varða svo nefndar kvennabók-
menntir, en þær eru auglýstar undir kyntákni konunnar. Og það vörumerki á að
tryggja gæðin, en ýtir í rauninni aðeins undir sölu.
En ef farið er nógu langt undir faldinn, örlar þar varla á því sem auglýst er og
lesandinn leitar að: kvennabókmenntum, heldur felst undir faldi efnisins dul-
búinn gervilimur í ætt við leikfang. Þessar bækur eru því að meginhluta einslags
fitlbókmenntir, skrifaðar til að kitla karlmanninn, með sama hugarfari og hefur
kitlað hann frá upphafi. En konur halda áfram að drekka sitt böl, úr sama brunni
og karlmaðurinn saup úr ánægjuna. Viðhorf bókmennta þessara eru af þeim
sökum jafn ævaforn og viðhorf þau sem spruttu af sköpunarsögu kristinna
manna. I nefndum kvennabókmenntum fer Eva aldrei fagnandi með bros á vör
úr hinum heimilislega garði Paradísar. Hún gengur þaðan tíðum örg og oftast
drukkin; og er það helsta nýmælið að hún er jafn gróf og drukkin og makinn.
Fjarri er að örli á grískum viðhorfum, að konan stökkvi alsköpuð úr höfði Seifs,
heimi óróahugsunar, eins og Aþena forðum. Gríska viðhorfið er bókmenntalega
séð hið andlega viðhorf til sköpunarinnar. Hið líkamlega viðhorf til sköpunar,
raunsæisviðhorfið, er það að konan hafi fæðst af rifbeini, og fjármaðurinn skín
gegnum slíkt viðhorf, skoðun bóndans sem nagar feitt kjöt af rifbeini og ber
þann unað saman við unað af holdi kvenna.
Visindahyggja nútímans reynir að finna sannleikann um fæðingu og sköpun.
325