Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 34
Tímaril Máls og menningar Grár leikur Þótt einhverjir vildu halda fast við þá afstöðu, að vera bandariska hersins á Islandi útiloki landið frá aðild að hinu kjarnorkuvopnalausa svæði Norðurlanda á sama tima og Noregur væri talinn gjaldgengur hluti svæðisins, þá væri ókleift að útiloka Færeyjar á slíkum grundvelli. Varla færu dönsk stjórnvöld að lýsa meginland danska ríkisins kjarnorkuvopnalaust svæði en skipa Færeyjum og Grænlandi að vera utan við svæðið. Ef slíkt gerðist væri þessum tveimur heimastjórnarsvæðum danska ríkisins gefið til kynna að þau fengju ekki að njóta sama öryggis og herraþjóðin. Þótt Danir hafi talið aðstöðuna á Grænlandi sér til tekna innan NATO, þegar framlag einstakra aðildarríkja til heildarkerf- isins er metið, verður því ekki trúað, að slík tekjufærsla Danmerkur hjá NATO gengi svo langt að gera Grænland formlega að viðurkenndu kjarnorkuvopna- svæði stórveldisins á sama tíma og meginlands-Danir ætluðu sjálfum sér það skjól, sem fengist með samningi um kjarnorkuvopnaleysi Norðurlanda. Á sama hátt verður því ekki trúað, fyrr en fullreynt hefur verið, að þeir norsku ráðherrar, þingmenn og aðrir skoðanaleiðtogar, sem á undanförnum áratugum hafa boðað íslendingum nauðsyn þess fyrir Noreg, að bandarísk herstöð væri á Islandi á sama tíma og samfelld dvöl erlendra hermanna væri bönnuð i Noregi, ætli að gera tilætlunarsemi sína gagnvart Islendingum svo hrikalega, að þeir í alvöru haldi því til streitu að ísland sé útilokað frá samningi um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd vegna dvalar bandaríska hersins á íslandi. Verði niður- staðan sú, að norrænir frændur vorir telji að bandaríska herstöðin dæmi ísland frá samstöðu með öðrum Norðurlöndum um stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis, þá hefur vissulega verið grár leikur þeirra norrænu ráðamanna sem lengi hafa hvatt Islendinga til að hafa herstöðina í þágu norrænna, sérstaklega norskra og danskra, hagsmuna. Hreinskilin umrceða Á næstu mánuðum verða Islendingar að knýja fram hreinskilna umræðu um mörk hins fyrirhugaða kjarnorkuvopnalausa svæðis. Við höfum mikilvægu hlutverki að gegna við að halda Færeyjum og Grænlandi, ásamt Islandi, innan vébanda þeirrar tillögugerðar sem nú er í mótun. Það yrðu alvarleg vatnaskil i þróun norrænnar samvinnu, ef fiskimannaþjóðirnar yrðu í þessum efnum viðskila við hinar stærri frændþjóðir. Slík aðgreining myndi tvímælalaust auka þrýsting stórveldanna á umfangsmeiri vígbúnað í eyríkjunum þremur. ísland, Færeyjar og Grænland myndu því að öllum líkindum dragast enn frekar inn í 280
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.