Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar Við bárum engan hlýhug til Jóu sauma. Hún fylgdi í kjölfar sölu- konunnar og breytti pokabuxum í stuttbuxur. Jóa sauma lét sér líka fátt um okkur finnast, en af öðrum ástæðum. Hún sagði að við værum svo horaðir og rasslausir að nær engin leið væri að breyta og sauma og sníða stuttbuxur á vita rasslausa stráka, ef vel ætti að fara. Um leið og Jóa sauma kom fór hún þegar í rúmið, eða á dívangarm þar sem hún svaf allan daginn. Hún átti ævinlega bágt með að venjast nýju umhverfi. Svefninn notaði hún til að tengjast umhverfmu. Svo vaknaði hún undir kvöld og sat upp við kodda. Reyndar svaf hún hálfsitjandi. Meðan hún sat auðum höndum með saumaskapinn á sænginni reyndi hún í óða önn að reka nálaroddinn í lús í hárinu. Nálinni beindi hún af mikilli fimi og hóf háar umræður og skammir yfir að sér væri borin söltuð keila. Einnig lauk hún lofsorði á H-strákana fyrir hvað þeir væru rassstórir. Stöku sinnum gáði hún á nálaroddinn og skófinnan á séreyrun með nálarauganu. Allt í einu virtist hún hafa stungið lúsarhlussu í hel, þá hóf hún sauma og saumaði fram eftir nóttu. En við þoldum sára raun af rýrum rassi. Hinn fíni hanski gat hvorki verið af Jóu sauma né sölukonunni. Báðar voru handsmáar. Við leituðum að annarri skýringu. Kaninn hafði verið talsverðan tíma í Grindavík, og konur tóku af honum þvott. Oðar en hann hafði slegið upp tjöldum brann spurning á vörum fólks: Hver ætli þvoi af kananum? Á þessum tíma var talið óhugsandi eða meiri háttar dirfska að karl- menn færu eitthvað þar sem þeir hefðu enga konu til að þvo af sér. Fólk var undrandi yfir jafn hugdjörfum og hreinlegum hermönnum sem héldu í stríð og höfðu engan til að þvo af sér. Kannski voru það áhrif frá kanaþvottinum, að mamma rak nefið inn í hanskaopið. Við þefuðum síðan hver af öðrum og urðum sammála: úr hanskanum barst ekki íslensk lykt, og engar grindvískar hendur gátu ilmað jafn sætlega. Hanskinn hlaut því að vera af kananum. Sama lykt var úr honum og af kanaþvott- inum. Eftir talsverðar vangaveltur vorum við sendir út í kanalautina. Kaninn hafði reist skálabyggð þar, og hafði okkur verið harðbannað að vera í 286
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.