Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Page 40
Tímarit Máls og menningar
Við bárum engan hlýhug til Jóu sauma. Hún fylgdi í kjölfar sölu-
konunnar og breytti pokabuxum í stuttbuxur. Jóa sauma lét sér líka fátt
um okkur finnast, en af öðrum ástæðum. Hún sagði að við værum svo
horaðir og rasslausir að nær engin leið væri að breyta og sauma og sníða
stuttbuxur á vita rasslausa stráka, ef vel ætti að fara.
Um leið og Jóa sauma kom fór hún þegar í rúmið, eða á dívangarm þar
sem hún svaf allan daginn. Hún átti ævinlega bágt með að venjast nýju
umhverfi. Svefninn notaði hún til að tengjast umhverfmu. Svo vaknaði
hún undir kvöld og sat upp við kodda. Reyndar svaf hún hálfsitjandi.
Meðan hún sat auðum höndum með saumaskapinn á sænginni reyndi
hún í óða önn að reka nálaroddinn í lús í hárinu. Nálinni beindi hún af
mikilli fimi og hóf háar umræður og skammir yfir að sér væri borin
söltuð keila. Einnig lauk hún lofsorði á H-strákana fyrir hvað þeir væru
rassstórir. Stöku sinnum gáði hún á nálaroddinn og skófinnan á séreyrun
með nálarauganu. Allt í einu virtist hún hafa stungið lúsarhlussu í hel, þá
hóf hún sauma og saumaði fram eftir nóttu. En við þoldum sára raun af
rýrum rassi.
Hinn fíni hanski gat hvorki verið af Jóu sauma né sölukonunni. Báðar
voru handsmáar. Við leituðum að annarri skýringu.
Kaninn hafði verið talsverðan tíma í Grindavík, og konur tóku af
honum þvott. Oðar en hann hafði slegið upp tjöldum brann spurning á
vörum fólks:
Hver ætli þvoi af kananum?
Á þessum tíma var talið óhugsandi eða meiri háttar dirfska að karl-
menn færu eitthvað þar sem þeir hefðu enga konu til að þvo af sér. Fólk
var undrandi yfir jafn hugdjörfum og hreinlegum hermönnum sem héldu
í stríð og höfðu engan til að þvo af sér. Kannski voru það áhrif frá
kanaþvottinum, að mamma rak nefið inn í hanskaopið. Við þefuðum
síðan hver af öðrum og urðum sammála: úr hanskanum barst ekki íslensk
lykt, og engar grindvískar hendur gátu ilmað jafn sætlega. Hanskinn
hlaut því að vera af kananum. Sama lykt var úr honum og af kanaþvott-
inum.
Eftir talsverðar vangaveltur vorum við sendir út í kanalautina. Kaninn
hafði reist skálabyggð þar, og hafði okkur verið harðbannað að vera í
286